Búist við stormi

Úr safni.
Úr safni. mbl.is/RAX

Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér viðvörun. Búist er við stormi (meira en 20 metrum á sekúndu) sunnan- og vestanlands seint í kvöld og nótt með hvössum vindhviðum við fjöll. Einnig er búist við hvössum vindhviðum norðan- og austanlands seint í nótt og í fyrramálið.

Þá segir Vegagerðin að það geti verið mjög varasamt að vera á ferðinni þegar saman fer hvass vindur og svell á vegum.

Spá Veðurstofunnar er svohljóðandi:

Gengur í suðaustan 15-23 metra á sekúndu með rigningu eða slyddu sunnan- og vestanlands seint í kvöld en 13-20 og slydda norðaustantil um tíma í fyrramálið.

Annars sunnan og suðvestan 5-13 og skúrir eða slydduél á morgun. Suðvestan 13-20 vestantil annað kvöld.

Hiti 0 til 5 stig, en yfirleitt vægt frost í innsveitum norðaustantil.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert