Hafna áformum um sjúkrahúslokun

Neskaupstaður.
Neskaupstaður. www.mats.is

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar segist hafna algerlega þeim áformum Heilbrigðisstofnunar Austurlands að loka sjúkrasviði Fjórðungssjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað í átta vikur á komandi sumri í sparnaðarskyni.

„Það eru sjálfsögð og almenn mannréttindi að íbúar Austurlands njóti sjúkrahúsþjónustu í sínum fjórðungi allt árið um kring en sé ekki gert að sækja hana um langar leiðir í aðra landsfjórðunga enda geti líf legið við. Þá er það alveg ljóst að sú mikla uppbygging og framleiðsla í sjávarútvegi, áliðnaði, tengdum þjónustugreinum sem og öðrum atvinnugreinum á Austurlandi grundvallaðist meðal annars á því að í Neskaupstað væri sjúkrahús með bráðaþjónustu. Þá er það ótalið að dýrara er bæði fyrir ríki og einstaklinga að sækja sjúkrahúsþjónustu annarsstaðar meðan á lokun sjúkrasviðsins stendur,“ segir í ályktun bæjarstjórnarinnar.

Hún skorar á ríkisvaldið að veita nægt fé til Heilbrigðisstofnunar Austurlands þannig að þessi áform um lokun á sjúkrasviði FSN verði ekki að veruleika.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert