Gagnrýna borgaryfirvöld

Unnið að snjómokstri í Reykjavík í dag.
Unnið að snjómokstri í Reykjavík í dag. mbl.is/Golli

Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur hefur sent frá sér ályktun þar sem fordæmd er  „spunastjórn" Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir að stofna öryggi fólks í stórhættu með því að neita að salta, sanda eða moka snjó af götum og gangstéttum borgarinnar.

Segist stjórnin furða sig á fáheyrðum hroka í svörum borgaryfirvalda um vetrarófærðina í borginni. „Sannarlega er vetrarríki á landinu en það kemur engum í opna skjöldu nema stjórn borgarinnar. Hún virðist ekki hafa gert ráð fyrir snjókomu að vetri frekar en að grasið sprytti að sumri. Þá hefur sorphirða verið í lamasessi víða um borgina undanfarin mánuð," segir í ályktuninni.

Þar segir að neyðtaástand hafi ríkt í borginni um helgina vegna hálku.  „Stjórn borgarinnar aðhafðist ekkert annað en að senda frá sér stórfurðulegar yfirlýsingar um að sandinn þyrfti að sópa upp í vor og að salt væri ekki umhverfisvænt og því best að gera ekkert. Framsóknarmenn hafna svona yfirvöldum í borginni og afþakka ámóta þjónustu á landsvísu, en þessi sömu öfl keppast nú við að bjóða þjónustu sína við stjórn landsins."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert