Til Túnis vegna Icesave

mbl.is/Ómar

Samningaumleitanir Lees C. Buchheit vegna Icesave-samninganna útheimtu töluverð ferðalög, meðal annars til Túnis þar sem hann átti fund með fulltrúa hollensku sendinefndarinnar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem fjármálaráðuneytinu var gert að afhenda Morgunblaðinu.

Heildarferðakostnaður Buchheits árið 2010 nam um 7,5 milljónum, þar af var rukkað fyrir þrjár milljónir í ferðakostnað í kjölfar ferðarinnar til Túnis en inni í þeirri upphæð eru einnig ferðir til Íslands og Washington DC.

Morgunblaðið spurði 21. febrúar 2010 um heildarkostnað vegna samninganefndar Buchheits og um sundurliðaðan kostnað en fékk þau svör að ráðuneytið væri ekki komið með heildaryfirlit yfir kostnað. Í gögnunum, sem loks bárust í gær, kemur fram að síðustu reikningar vegna samninganefndarinnar undir forystu Buchheits eru dagsettir 31. janúar 2011.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Lárus Blöndal, sem var einn helsti talsmaður samninganefndarinnar hér á landi, sendi fjármálaráðuneytinu reikning vegna samskipta við fréttamenn og fyrir að koma fram í sjónvarpsþætti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert