Gagnrýna „ólýðræðisleg vinnubrögð“

Ísafold félag ungs fólks gegn ESB – aðild harmar að ráðherra í ríkisstjórn hafi verið settur af í lok síðasta árs eingöngu vegna heiðarlegrar og einharðrar afstöðu sinnar í Evrópumálum.

„Þessi vinnubrögð eru óviðunandi í lýðræðisríki og til marks um þann óstöðuleika sem einkennt hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur allar götur síðan sótt var um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Nú er evrukreppa í aðsigi og til stendur að auka efnahagslega miðstýringu innan Evrópusambandsins svo um munar. Við þessar viðsjáverðu aðstæður innan ESB, reynir ríkisstjórn Íslands eftir fremsta megni að gera lítið úr eða afneita vandanum með vísun í „tímabundna örðugleika“ á evrusvæðinu.

Evrópusambandið brennur undir fiðluleik ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur,“ segir í ályktun frá Ísafold.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert