Skýrsluhöfundar á nefndarfund

Frá stofnfundi félags um Vaðlaheiðargöng.
Frá stofnfundi félags um Vaðlaheiðargöng. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Höfundar skýrslna um hagkvæmni Vaðlaheiðarganga eru boðaðir á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis á mánudagsmorgunn. Fundurinn er opinn fjölmiðlamönnum.

Nokkrar skýrslur hafa verið teknar saman um hagkvæmni fyrirhugaðra ganga og þeim ber ekki að öllu leyti saman.

Á fund nefndarinnar, sem hefst klukkan 9 á mánudag, koma sérfræðingar IFS Ráðgjafar sem unnu skýrslu um Vaðlaheiðargöng fyrir fjármálaráðuneytið.

Forstöðumaður og sérfræðingur Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands koma til fundar til að gera grein fyrir skýrslu sem þeir gerðu fyrir samgönguráðuneytið 2010. Sú skýrsla var ekki birt á sínum tíma.

Þá mun Pálmi Kristinsson verkfræðingur mæta en hann gerði skýrslu um Vaðlaheiðargöng að eigin frumkvæði.

mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert