Eðalfiskur notaði saltið ekki í matvæli

Salt
Salt

Eðalfiskur notaði iðnaðarsaltið ekki í matvörur sínar samkvæmt upplýsingum frá lögmanni fyrirtækisins. Þar segir að fyrirtækið keypti eitt bretti af vörunni af Ölgerðinni í byrjun desember á síðasta ári en þegar í ljós kom að það var salt til iðnaðarnota, var saltið nýtt til að salta útiplön fyrirtækisins en ekki við matvælaframleiðslu.

Eðalfiskur var á meðal þeirra fyrirtækja sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur birti í gær um fyrirtæki sem nota iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu sinni.

Hefur lögmaður Eðalfisks ritað Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur bréf þar sem meðal annars er upplýst að fyrirtækið hafi ekki notað umrætt salt til matvælaframleiðslu og gerðar eru alvarlegar athugasemdir við fréttatilkynningu eftirlitsins.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert