Árni Þór: „Flestir sótraftar á sjó dregnir“

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG.
Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG. Ómar Óskarsson

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir á Facebook-síðu sinni í dag að svo virðist sem nú séu „flestir sótraftar á sjó dregnir“ til varnar Sjálfstæðisflokknum og bendir í því sambandi á „greinaskrif í Morgunblaðinu í dag.“

Þá segist Árni sammála ályktun VG í Reykjavík sem mbl.is birti í morgun þar sem þingmenn flokksins voru hvattir til þess að leggjast gegn þingsályktunartillögu sjálfstæðismanna um að Landsdómsákæran gegn Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra verði dregin til baka.

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, ritaði grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann lýsir þeirri skoðun sinni að rangt hafi verið af Alþingi að ákæra Geir haustið 2010 en Ögmundur greiddi þá atkvæði með því að Geir og fjórir aðrir fyrrum ráðherra yrðu ákærðir.

Á Facebook-síðu sinni segir Árni orðrétt: „Þetta er hárrétt hjá stjórn VG í Reykjavík. En nú virðast flestir sótraftar á sjó dregnir til varnar Flokknum sem ráðið hefur lögum og lofum í þessu landi um áratuga skeið, sbr. t.d. greinaskrif í Morgunblaðinu í dag.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert