Óvenju blómlegt fuglalíf á Snæfellsnesi

Íslenskur haförn á flugi. Ekki er vitað til að þeir …
Íslenskur haförn á flugi. Ekki er vitað til að þeir fari til annarra heimsálfa. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Samtals sáust 16 hafernir á Snæfellsnesi, fleiri en nokkru sinni fyrr, en árleg talning vetrarfugla sýnir að gríðarlegt fuglalíf er á Snæfellsnesi. Samkvæmt talningu á norðanverðu nesinu voru þar samtals 29 þúsund fuglar af 39 tegundum. Náttúrustofa Vesturlands segir fuglalífið óvenju blómlegt vegna mikillar síldargengdar á Breiðafirði, fjórða veturinn í röð.

Á vef stofunnar segir að mesta athygli veki gríðarlegur fjöldi máfa, súlna og annarra fiskiæta.

Taldar eru upp algengustu tegundirnar sem voru svartbakur, æðarfugl og hvítmáfur en máfar, æður, súla og fýll voru samtals ríflega 80% af heildarfjölda.

Sjá nánar á vef NSV

Upplýsingar um vetrarfuglatalningu á landsvísu má finna á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert