Fréttaskýring: Lýsing ekki öllum jafn eftirsóknarverð

Svona lítur ljóshjúpurinn yfir höfuðborgarsvæðinu út frá Bláfjöllum.
Svona lítur ljóshjúpurinn yfir höfuðborgarsvæðinu út frá Bláfjöllum. Ljósmynd/Snævarr Guðmundsson

Fæstir hafa líklega hugsað sér næturmyrkrið sem náttúruauðlind og vilja lýsa hjá sér sem mest þeir geta í svartasta skammdeginu. Þó eru sífellt fleiri að komast á þá skoðun að fleira búi í myrkrinu en áður var talið og jafnvel megi nota það til markaðssetningar landsins. Einn fárra sem berjast fyrir því að stjórnvöld komi böndum á ljósmengun hér á landi er Snævarr Guðmundsson landfræðingur, en hann kortlagði ljósmengun yfir höfuðborgarsvæðinu í ritgerð sinni til BS-gráðu við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.

Ein helsta ástæða þess að Snævarr réðst í skoðun ljósmengunar var sú að gerðar hafa verið rannsóknir erlendis sem sýna fram á hvernig ástatt er í helstu borgum. Engin rannsókn hafði verið gerð hér á landi en um það rætt að þótt ljósmengun teljist í fjölmörgum borgum mikil væri hún engu að síður meiri í Reykjavík. „Til þess að staðreyna þetta þurfti að hafa samanburð og ég notaði tvær dæmigerðar borgir í Evrópu,“ segir Snævarr. „Í samanburði við þær er ljósmengun miklu meiri hér, og því má segja að fótur sé fyrir þessari fullyrðingu.“

Mun meira ljósflæði

Ljósmengunina má skoða á margan hátt, meðal annars sem áhrif lýsingar á himininn fyrir ofan lýsingarstað, svonefndan ljóshjúp sem má sjá á meðfylgjandi mynd, en einnig sem ljósflæði á lýsingarstað.

Ljósflæði, mælt í mælieiningunni lúmen, ef mælt sem meðalbirtunotkun á íbúa í sveitarfélagi, er um 2.900 lúmen á höfuðborgarsvæðinu, eða því svæði sem Orkuveita Reykjavíkur sér um. Það er umtalsvert meira en í Padua á Ítalíu, 220 þúsund manna borg og í Ösnabruck í Þýskalandi, 160 þúsund manna borg, þar sem meðalbirtunotkun er um 1.300 lúmen. Og í Tuscon í Arizonaríki, þar sem bjuggu um 800 þúsund manns þegar mæling var gerð, var meðalbirtunotkun um 700 lúmen. „Ljósmengun er afleiðing af þessu og þetta hefur því meiri áhrif á himininn hjá okkur en í samanburðarborgum. Þá má spyrja, hvers vegna þurfum við svona mikið ljós?“

Leiðir til að minnka ljósmengun eru meðal annars þær að reyna að minnka ljósflæði en einnig skerma birtuna af. Þannig má sjá að í grónum hverfum er mun minni ljósmengun en í þeim nýrri.

Brugðist verður við

Nú kann að vera að eitthvað fari að draga úr ljósmengun í Reykjavík því umhverfisráðherra upplýsti það á Alþingi á mánudagskvöld að innan skamms fengi skilgreining á ljósmengun stað í byggingarreglugerð. „Í drögum að þeirri reglugerð, sem gert er ráð fyrir að taki gildi á næstu vikum, er sett fram sú skilgreining að ljósmengun sé þau áhrif sem verða á umhverfið af mikilli og óhóflegri lýsingu í næturmyrkri,“ sagði Svandís Svavarsdóttir og bætti við að gerð væri tillaga um að í reglugerðinni yrði ákvæði um að við hönnun á útilýsingu skyldi gæta þess að ekki yrði um óþarfa ljósmengun að ræða frá flóðlýsingum mannvirkja og frá götu- og veglýsingu.

Þannig á að tryggja að útilýsingu sé beint að viðeigandi svæði og nota skuli skermaða lampa sem varpi ljósi niður og valdi þess vegna minni glýju og næturbjarma.

mbl.is

Innlent »

Beindi byssu að fólki í bifreið

Í gær, 22:10 Fjórir karlmenn voru handteknir síðastliðna nótt og í dag vegna atviks sem átti sér stað í gærkvöldi fyrir utan veitingastað í Hafnarfirði. Þar steig einn mannanna út úr bifreið og ógnaði að sögn vitna fólki í annarri bifreið með skotvopni. Meira »

Staðið verður við búvörusamninginn

Í gær, 21:06 Stjórnvöld hafa ekki annað í hyggju en að standa við búvörusamninginn sem samþykktur var á Alþingi síðasta haust. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Mikilvægt sé hins vegar að finna lausn til framtíðar á vanda sauðfjárbænda. Meira »

Tvær deildir á tveimur árum

Í gær, 20:10 „Við spilum með hjartanu og hver fyrir annan,“ segir Jóhannes Helgason, einn liðsmanna meistaraflokks Gnúpverja í körfuknattleik, um ótrúlegan uppgang liðsins undanfarin tvö ár. Meira »

Fjórir fá 20 milljónir hver

Í gær, 19:47 Fyrsti vinningur lottósins gekk út í kvöld en hann var samtals rúmar 80 milljónir króna. Fjórir skipta honum með sér og fær því hver um sig rúmar 20 milljónir í sinn hlut. Meira »

Stemning í miðbænum - myndir

Í gær, 19:12 Mikil stemning hefur ríkt í miðbæ Reykjavíkur í dag, þar sem Menningarnótt fer fram í blíðskaparveðri. Hátíðin er allsherjar tónlistar- og menningarveisla, og fjölmargir viðburðir fara fram í allan dag. Meira »

Kerfisbreytingar lagðar til hliðar

Í gær, 18:52 „Manni virðist þessi ríkisstjórn í raun og veru snúast fyrst og fremst um að viðhalda ákveðinni hægrisinnaðri efnahagsstjórn, sveltistefnu í garð almannaþjónustu og skattabreytingum sem eru ekki til þess að auka jöfnuð heldur þvert á móti,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Lítið bóli á þeim kerfisbreytingum sem Viðreisn og Björt framtíð hafi boðað. Meira »

Mála stíginn rauðan

Í gær, 18:15 Í Sjálandshverfi í Garðabæ hafa nokkrir kaflar á göngu- og hjólastíg hverfisins verið málaðir rauðir. Svokölluðum hvinröndum verður komið fyrir á rauðu köflunum á næstunni en það eru litlar rákir í gangstéttinni Meira »

Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni lokið

Í gær, 18:38 Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem haldið var í 34. sinn í dag, er nú lokið. Rúmlega fjórtán þúsund manns tóku þátt í fimm vegalengdum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meira »

Herramenn flytja úr sögulegu húsnæði

Í gær, 17:40 Þau sögulegu tíðinda verða í vetur að rakarastofan Herramenn í Kópavoginum flyst úr húsnæðinu sem hefur hýst stofuna frá fyrsta degi, en í húsinu hafa Kópavogsbúar, og aðrir, látið klippa sig í yfir hálfa öld en stofan er gegnt bæjarstjórnarskrifstofum Kópavogsbæjar að Neðstutröð 8 við Fannborg. Meira »

Hugmyndir um nýtt nafn ekki nýjar

Í gær, 17:13 Hugmyndir um að Samfylkingin skipti um nafn eru ekki nýjar af nálinni enda hafa slíkar vangaveltur reglulega komið fram frá því að flokkurinn var stofnaður í kringum síðustu aldamót. Hins vegar hafa þær færst talsvert í aukana hin síðari ár. Meira »

Margir heimsóttu forsetahjónin í dag myndasyrpa

Í gær, 17:05 Opið hús var á Bessastöðum í dag milli 12 og 16 og gátu gestir skoðað Bessastaðastofu, elsta húsið, móttökusal, fornleifakjallara og hitt sjálf forsetahjónin. Meira »

Dansmaraþon á Klapparstíg

Í gær, 15:50 Klukkan 17:00 í dag hefst bein útsending á mbl.is frá karnivali á Klapparstíg. Munu margir listamenn stíga á stokk og dansmaraþon eiga sér stað. Meira »

Þættir um feril Eiðs Smára

Í gær, 13:36 Tökur hófust í vikunni á sjónvarpsþáttaröð um knattspyrnuferil Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsfyrirliða. Í þáttunum verða heimsótt flest þau félög sem Eiður hefur leikið með á löngum ferli, til dæmis Chelsea og Barcelona, og rætt við ýmsa fyrrverandi leikmenn. Meira »

Þúsundir hlupu í blíðunni (myndir)

Í gær, 13:08 Meira en fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni í miðborg Reykjavíkur í dag.   Meira »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

Í gær, 12:41 Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Siðanefnd vísar kæru Spencer frá

Í gær, 13:27 Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur vísað frá kæru Roberts Spencer á hendur fréttastofu Útvarps þar sem kærufrestur var runnin út þegar kæra barst. Spencer kom hingað til að flytja fyrirlestur um íslam. Meira »

Löng biðröð við Mathöllina á Hlemmi

Í gær, 12:48 Fjölmargir biðu með vatnið í munninum eftir að Mathöllin á Hlemmi yrði opnuð í dag. Bragðlaukar þeirra kættust svo gríðarlega er dyrunum var lokið upp og matarlyktina lagði á móti þeim. Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

Í gær, 12:23 Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
Harðviður til Húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...