Fréttaskýring: Lýsing ekki öllum jafn eftirsóknarverð

Svona lítur ljóshjúpurinn yfir höfuðborgarsvæðinu út frá Bláfjöllum.
Svona lítur ljóshjúpurinn yfir höfuðborgarsvæðinu út frá Bláfjöllum. Ljósmynd/Snævarr Guðmundsson

Fæstir hafa líklega hugsað sér næturmyrkrið sem náttúruauðlind og vilja lýsa hjá sér sem mest þeir geta í svartasta skammdeginu. Þó eru sífellt fleiri að komast á þá skoðun að fleira búi í myrkrinu en áður var talið og jafnvel megi nota það til markaðssetningar landsins. Einn fárra sem berjast fyrir því að stjórnvöld komi böndum á ljósmengun hér á landi er Snævarr Guðmundsson landfræðingur, en hann kortlagði ljósmengun yfir höfuðborgarsvæðinu í ritgerð sinni til BS-gráðu við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.

Ein helsta ástæða þess að Snævarr réðst í skoðun ljósmengunar var sú að gerðar hafa verið rannsóknir erlendis sem sýna fram á hvernig ástatt er í helstu borgum. Engin rannsókn hafði verið gerð hér á landi en um það rætt að þótt ljósmengun teljist í fjölmörgum borgum mikil væri hún engu að síður meiri í Reykjavík. „Til þess að staðreyna þetta þurfti að hafa samanburð og ég notaði tvær dæmigerðar borgir í Evrópu,“ segir Snævarr. „Í samanburði við þær er ljósmengun miklu meiri hér, og því má segja að fótur sé fyrir þessari fullyrðingu.“

Mun meira ljósflæði

Ljósmengunina má skoða á margan hátt, meðal annars sem áhrif lýsingar á himininn fyrir ofan lýsingarstað, svonefndan ljóshjúp sem má sjá á meðfylgjandi mynd, en einnig sem ljósflæði á lýsingarstað.

Ljósflæði, mælt í mælieiningunni lúmen, ef mælt sem meðalbirtunotkun á íbúa í sveitarfélagi, er um 2.900 lúmen á höfuðborgarsvæðinu, eða því svæði sem Orkuveita Reykjavíkur sér um. Það er umtalsvert meira en í Padua á Ítalíu, 220 þúsund manna borg og í Ösnabruck í Þýskalandi, 160 þúsund manna borg, þar sem meðalbirtunotkun er um 1.300 lúmen. Og í Tuscon í Arizonaríki, þar sem bjuggu um 800 þúsund manns þegar mæling var gerð, var meðalbirtunotkun um 700 lúmen. „Ljósmengun er afleiðing af þessu og þetta hefur því meiri áhrif á himininn hjá okkur en í samanburðarborgum. Þá má spyrja, hvers vegna þurfum við svona mikið ljós?“

Leiðir til að minnka ljósmengun eru meðal annars þær að reyna að minnka ljósflæði en einnig skerma birtuna af. Þannig má sjá að í grónum hverfum er mun minni ljósmengun en í þeim nýrri.

Brugðist verður við

Nú kann að vera að eitthvað fari að draga úr ljósmengun í Reykjavík því umhverfisráðherra upplýsti það á Alþingi á mánudagskvöld að innan skamms fengi skilgreining á ljósmengun stað í byggingarreglugerð. „Í drögum að þeirri reglugerð, sem gert er ráð fyrir að taki gildi á næstu vikum, er sett fram sú skilgreining að ljósmengun sé þau áhrif sem verða á umhverfið af mikilli og óhóflegri lýsingu í næturmyrkri,“ sagði Svandís Svavarsdóttir og bætti við að gerð væri tillaga um að í reglugerðinni yrði ákvæði um að við hönnun á útilýsingu skyldi gæta þess að ekki yrði um óþarfa ljósmengun að ræða frá flóðlýsingum mannvirkja og frá götu- og veglýsingu.

Þannig á að tryggja að útilýsingu sé beint að viðeigandi svæði og nota skuli skermaða lampa sem varpi ljósi niður og valdi þess vegna minni glýju og næturbjarma.

mbl.is

Innlent »

Kæru á hendur MAST vísað frá

16:29 Nýlega vísaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið frá kæru á hendur Matvælastofnun. Ástæðan var sú að meira en þrír mánuðir voru liðnir frá ákvörðun stofnunarinnar og því of seint fyrir kærendur að reyna að fá ákvörðuninni hnekkt hjá æðra stjórnvaldi. Meira »

Fundur flugvirkja og SA hafinn

16:12 Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst núna klukkan fjögur hjá ríkissáttasemjara.   Meira »

Teygði anga sína til Íslands

16:10 Fimm einstaklingar voru handteknir hér á landi 12. desember í tengslum við viðamikla alþjóðlega rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi sem teygði sig til Íslands. Þar af voru þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Ætluð brot snúa að innflutningi og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Meira »

Álag á bráðadeild vegna hálkuslysa

16:00 Mikið álag hefur verið á starfsfólki bráðadeilda Landspítalans undanfarna daga vegna hálku. Fljúgandi hálka er einnig á Akureyri en þar er ástandið engu að síður betra. Tveir voru þó fluttir á slysadeildina á Akureyri í morgun með áverka á höfði eftir hálkuslys. Meira »

Erfitt ástand og snertir marga illa

15:49 Flestir þeirra sem voru strandaglópar hér á landi í gær komust í flug í dag að sögn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Vandinn er þó ekkert leystur með því, af því að á meðan að ekki er verið að fljúga nema lítinn hluta af venjulegri áætlun þá eru fjölmargir sem eru í vandræðum.“ Meira »

Píratar vilja enn borgaralaun

15:28 Píratar hafa lagt fram þingsályktun um um skilyrðislausa grunnframfærslu, öðru nafni borgaralaun. Fyrsti flutningsmaður er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, en aðrir þingmenn flokksins eru meðflutningsmenn. Meira »

Fjárlagavinnan gengur vel

14:44 „Þetta er allt á áætlun. Við erum bara í gestakomum og verður langt fram á kvöld í því og á morgun og stefnum á að fara inn í þingið aftur samkvæmt starfsáætlun 22. desember. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það held ég.“ Meira »

Fólki fjölgar í röðinni

15:05 Fólki fer nú fjölgandi í röðinni við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugfelli. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is. Söluskrifstofan opnaði klukkan 05:30 í morgun og þá hafi um 100-150 manns verið í röð. Meira »

Viðamikil alþjóðleg lögregluaðgerð

14:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti tollstjóra hafa boðað til blaðamannafundar í kl. 16 í dag, en tilefnið er viðamikil, alþjóðleg lögregluaðgerð. Meira »

Flugferðum ekki fjölgað hjá WOW air

14:26 WOW air ætlar ekki að fjölga flugferðum hjá sér vegna verkfalls flugvirkja hjá Icelandair.  Meira »

Dæmt til að greiða 52 milljónir

14:24 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Vaðlaheiðargöng hf. til þess að greiða verktakafyrrtækinu Ósafli tæplega 52 milljónir króna í deilu um það hvor aðili eigi að njóta lækkunar virðisaukaskatts í byrjun árs 2015. Meira »

Flugvirkjar funda klukkan fjögur

14:21 Nýr fundur í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hefur verið boðaður klukkan 16 í dag. Meira »

Atvinnuflugmenn styðja flugvirkja

13:14 Félag íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, hefur lýst yfir stuðningi við Flugvirkjafélag Íslands í kjaradeilu þess við Icelandair. Meira »

Röðin minnkað frá því í morgun

12:39 Röðin fyrir utan söluskrifstofu Icelandair við innritunarborðin í flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur minnkað mikið frá því snemma í morgun. Meira »

MAST undirbýr aðgerðir vegna riðu

12:05 Riðuveiki, sem hefur verið staðfest á búi í Svarfaðardal, er fyrsta tilfellið sem greinist á Norðurlandi eystra síðan 2009 en þá greindist riðuveiki á bænum Dæli í Svarfaðardal. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða. Meira »

Telur Icelandair stóla á lagasetningu

13:10 „Þetta lyktar svolítið af því að þeir séu farnir að stóla á lagasetningu,“ segir Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, um Icelandair. Meira »

Fara fram á lögbann á afhendingu gagna

12:11 Fyrirtækið Lagardère Travel Retail, sem rekur fimm veitingastaði á Keflavíkurflugvelli, hefur farið fram á að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu setji lögbann á afhendingu Isavia á gögnum í tengslum við forval um leigu á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í flugstöðinni árið 2014. Meira »

Styrkumsóknirnar aldrei áður svo margar

11:31 Miðstöð íslenskra bókmennta bárust 30% fleiri umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku í ár en í fyrra.  Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
NISSAN TERRANO II 1995 DIESEL 4WD vél 2,7 100 ha há/lágdrif-gott dráttarafl
Góð yngri vél, lítið keyrð 32 tommu Ironman dekk. Þarfnast viðgerða, lega fran o...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...