Fréttaskýring: Lýsing ekki öllum jafn eftirsóknarverð

Svona lítur ljóshjúpurinn yfir höfuðborgarsvæðinu út frá Bláfjöllum.
Svona lítur ljóshjúpurinn yfir höfuðborgarsvæðinu út frá Bláfjöllum. Ljósmynd/Snævarr Guðmundsson

Fæstir hafa líklega hugsað sér næturmyrkrið sem náttúruauðlind og vilja lýsa hjá sér sem mest þeir geta í svartasta skammdeginu. Þó eru sífellt fleiri að komast á þá skoðun að fleira búi í myrkrinu en áður var talið og jafnvel megi nota það til markaðssetningar landsins. Einn fárra sem berjast fyrir því að stjórnvöld komi böndum á ljósmengun hér á landi er Snævarr Guðmundsson landfræðingur, en hann kortlagði ljósmengun yfir höfuðborgarsvæðinu í ritgerð sinni til BS-gráðu við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.

Ein helsta ástæða þess að Snævarr réðst í skoðun ljósmengunar var sú að gerðar hafa verið rannsóknir erlendis sem sýna fram á hvernig ástatt er í helstu borgum. Engin rannsókn hafði verið gerð hér á landi en um það rætt að þótt ljósmengun teljist í fjölmörgum borgum mikil væri hún engu að síður meiri í Reykjavík. „Til þess að staðreyna þetta þurfti að hafa samanburð og ég notaði tvær dæmigerðar borgir í Evrópu,“ segir Snævarr. „Í samanburði við þær er ljósmengun miklu meiri hér, og því má segja að fótur sé fyrir þessari fullyrðingu.“

Mun meira ljósflæði

Ljósmengunina má skoða á margan hátt, meðal annars sem áhrif lýsingar á himininn fyrir ofan lýsingarstað, svonefndan ljóshjúp sem má sjá á meðfylgjandi mynd, en einnig sem ljósflæði á lýsingarstað.

Ljósflæði, mælt í mælieiningunni lúmen, ef mælt sem meðalbirtunotkun á íbúa í sveitarfélagi, er um 2.900 lúmen á höfuðborgarsvæðinu, eða því svæði sem Orkuveita Reykjavíkur sér um. Það er umtalsvert meira en í Padua á Ítalíu, 220 þúsund manna borg og í Ösnabruck í Þýskalandi, 160 þúsund manna borg, þar sem meðalbirtunotkun er um 1.300 lúmen. Og í Tuscon í Arizonaríki, þar sem bjuggu um 800 þúsund manns þegar mæling var gerð, var meðalbirtunotkun um 700 lúmen. „Ljósmengun er afleiðing af þessu og þetta hefur því meiri áhrif á himininn hjá okkur en í samanburðarborgum. Þá má spyrja, hvers vegna þurfum við svona mikið ljós?“

Leiðir til að minnka ljósmengun eru meðal annars þær að reyna að minnka ljósflæði en einnig skerma birtuna af. Þannig má sjá að í grónum hverfum er mun minni ljósmengun en í þeim nýrri.

Brugðist verður við

Nú kann að vera að eitthvað fari að draga úr ljósmengun í Reykjavík því umhverfisráðherra upplýsti það á Alþingi á mánudagskvöld að innan skamms fengi skilgreining á ljósmengun stað í byggingarreglugerð. „Í drögum að þeirri reglugerð, sem gert er ráð fyrir að taki gildi á næstu vikum, er sett fram sú skilgreining að ljósmengun sé þau áhrif sem verða á umhverfið af mikilli og óhóflegri lýsingu í næturmyrkri,“ sagði Svandís Svavarsdóttir og bætti við að gerð væri tillaga um að í reglugerðinni yrði ákvæði um að við hönnun á útilýsingu skyldi gæta þess að ekki yrði um óþarfa ljósmengun að ræða frá flóðlýsingum mannvirkja og frá götu- og veglýsingu.

Þannig á að tryggja að útilýsingu sé beint að viðeigandi svæði og nota skuli skermaða lampa sem varpi ljósi niður og valdi þess vegna minni glýju og næturbjarma.

mbl.is

Innlent »

Eldur í ruslageymslu

21:13 Eldur kom upp í ruslageymslu í Sólheimum á níunda tímanum í kvöld. Einn slökkvibíll var sendur á staðinn og vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Erlendir göngu-hrólfar nánast einir um hituna

21:00 Þátttaka útlendinga í gönguferðum um Laugaveginn, úr Landmannalaugum í Þórsmörk, hefur aukist með hverju árinu. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir að á nýliðnu sumri hafi hlutfall þeirra verið allt að 95% af um tólf þúsund sem fóru þessa vinsælu gönguleið. Meira »

Ætlaði sér aldrei að ná sátt um málið

20:46 Formaður nefndar um sátt í sjávarútvegi ætlaði aldrei að skapa neina sátt um sjávarútveg, heldur ætlaði hann að reka fleyg í ríkisstjórnarsamstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Þetta segir Páll Jóhann Pálsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni. Meira »

Ísland þarf á fjölbreytninni að halda

20:20 „Við lítum á þetta sem annan stærsta viðburðinn í sögu skólans síðan hann var stofnaður. Skólinn var stofnaður fyrir 30 árum og nú erum við komin með doktorsnámið. Þetta eru tveir stærstu viðburðirnir.“ Þetta segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri. Meira »

Vill 600 m. kr. fyrir hjúkrunarfræðinga

19:57 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir nauðsynlegt að Landspítalinn fái 600 m.kr. í fjárlögum 2018 til að bæta kjör og vinnutíma hjúkrunarfræðinga. Þá fagnar hann skýrslu Ríkisendurskoðunar og telur hana sýna fram á þann mikla skort á hjúkrunarfræðingum sem fram undan er. Meira »

Ákærðir fyrir 125 milljóna skattsvik

19:50 Embætti héraðssaksaksóknara hefur gefið út ákæru á hendur tveimur karlmönnum á fimmtugsaldri fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum upp á samtals 125 milljónir króna á árunum 2011 til 2013. Meira »

Vann 5,1 milljarð í Eurojackpot

19:38 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúmlega 5,1 millj­arði króna rík­ari eft­ir að dregið var í EuroJackpot í kvöld en hann fær fyrsta vinn­ing­inn óskipt­an. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Finnlandi. Meira »

Nota tölfræði beint í stefnumótun

19:45 Á hverju ári berast um 80 þúsund slysaskýrslur til Neytenda- og öryggisstofnunar Hollands. Markvisst hefur verið unnið úr þeim og tölfræði gerð aðgengileg sem leiðir til þess að auðveldara er að taka stefnumótandi ákvarðanir í slysavörnum, en slíkt getur reynst erfitt hér vegna skorts á tölfræði. Meira »

Óæskilegt að setja lög í óðagoti

18:50 Setning bráðabirgðalaga til að flýta fyrir lögbannsmáli Stundarinnar og RME er slæm hugmynd út frá sjónarmiðum um þrígreiningu ríkisvaldsins að mati lektors við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Meira »

Fylgi VG og Sjálfstæðisflokks jafnt

18:40 Fylgi Vinstri-grænna og Sjálfstæðisflokksins mælist jafnt í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur er á vef RÚV. Mælast Vinstri-græn með rúmlega 23% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 23% fylgi. Munurinn telst innan skekkjumarka. Meira »

Er hurðin að klaustrinu fundin?

18:30 „Það hníga veigamikil rök að því að Valþjófsstaðarhurðin hafi í raun komið frá klaustri sem Jón Loftsson í Odda stofnaði að Keldum á Rangárvöllum árið 1193.“ Þannig kemst Steinunn Kristjánsdóttir að orði þegar hún réttir blaðamanni eintak af nýrri bók sem hún hefur ritað. Meira »

„Við getum gert allt betur“

17:58 Kostnaður við slys á Íslandi er árlega allt að 100 milljarðar. Þrátt fyrir það hefur lítið verið gert til að uppfæra Slysaskráningu Íslands í 20 ár og eru skráningar þar að mestu handvirkar. Því reynist erfitt að sækja gögn í kerfið og greina hvar sækja megi fram í slysavörnum til að fækka slysum. Meira »

Viðgerð á Herjólfi tefst enn

17:29 Herjólfur fer ekki í viðgerð í nóvember líkt og til stóð, en fram kemur á vef Vegagerðarinnar að Vegagerðin hafi gengið frá leigu á norsku ferjunni BODÖ áður en í ljós kom að rekstaraðili Herjólfs, Eimskip, getur ekki staðið við þá áætlun að gera við Herjólf á þeim tíma sem ráðgert var. Meira »

Creditinfo brugðust strax við úrskurði

15:15 Creditinfo hefur nú þegar gert breytingar á mati á lánshæfi einstaklinga í samræmi við kröfu Persónuverndar í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. Í úrskurðinum komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að ekki mætti nota uppflettingar innheimtuaðila í vanskilaskrá við gerð skýrslna um lánshæfismöt. Meira »

Meðallífeyrisþeginn á 40 milljónir

15:02 Hrein eign fólks yfir 67 ára aldri var rúmlega 40 milljónir króna að meðaltali árið 2016. Í kjölfar ummæla Brynjars Níelssonar hafði blaðamaður samband við Hagstofuna til þess að fá upplýsingar um málið. Meira »

Blekkingaleiknum vonandi lokið

17:11 Náttúruverndarsamtök Íslands segja að legið hafi fyrir í tvö ár að Ísland geti ekki staðið við skuldbindingar sínar á öðru skuldbindingartímabili Kyoto-bókunarinnar. Vonandi sé því nú lokið þeim blekkingarleik stjórnvalda og stóriðju- og orkufyrirtækja að Íslendingar séu heimsmeistarar í hreinni orku. Meira »

Kosningaspegill mbl.is 2017

15:13 Vilt þú sjá verðtrygginguna fara veg allrar veraldar? Kasta krónunni? Kaupa áfengi í matvöruverslunum? Nú getur þú komist að því hvernig skoðanir þínar ríma við afstöðu stjórnmálaflokkanna í laufléttum kosningaleik mbl.is. Meira »

„Þetta er klárlega barningur“

14:53 „Markmiðið núna er að eftir 50 ár verði hlutfall skógar komið upp í 5%,“ hefur New York Times eftir Sæmundi Þorvaldssyni, verkefnisstjóra hjá Skógræktinni, í ítarlegri grein um skógrækt á Íslandi. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

2ja daga ljósmyndanámskeið 23. + 24. okt
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 23. og 24. okt. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámskei...
Fornhjól til sölu
Súkka 81 Gs 1000 L til sölu frábært hjól ekið aðeins 13000. m eð ca 20,000 km e...
Rafmagnstjakkur til sölu
rafmagns pallettutjakkur til sölu, lyftir ca. 1200 kg. Nánari uppl. í s. 772-299...
 
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...