Ríkisstjórnin standi við loforð

Oddvitar ríkisstjórnarinnar ræða við fréttamenn.
Oddvitar ríkisstjórnarinnar ræða við fréttamenn. mbl.is/Árni Sæberg.

Samninganefnd verkalýðsfélaganna á Suðurlandi (VLFS) skorar á ríkisstjórnina að standa við þau loforð, sem gefin voru í tengslum við undirritun kjarasamninga.

„Aðilar vinnumarkaðarins hafa staðið við öll ákvæði samninga en það vantar mikið upp á að ríkisstjórnin standi við loforð sín. Það er ólíðandi með öllu að ríkisstjórnin skuli enn ekki hafa staðið við fyrirheit sín og að stéttarfélög landsins geti með engu móti treyst yfirlýsingum hennar,“ segir í tilkynningu frá VLFS.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert