Vilja ekki evru í stað krónu

Reuters

Rúmlega 28% þeirra, sem tóku þátt í könnun MMR fyrir Andríki eru fylgjandi því að evra verði tekin upp hér á landi í stað krónu. Tæplega 52% þátttakenda eru andvíg slíku en 20% sögðust ekki hvorki fylgjandi né andvíg.

Um var að ræða netkönnun, sem gerð var 12.-17. janúar.  Alls svöruðu 855 einstaklingar en úrtakið var Íslendingar á aldrinum 18-67 ára valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.

Spurt var: Hversu fylgjandi eða andvígur ert þú því að Ísland taki upp Evru sem gjaldmiðil landsins?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert