Árstíðabundna inflúensan fer sér fremur hægt

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Veirufræðideild Landspítalans hefur greint 17 tilfelli af inflúensu það sem af er vetri. Fyrsta tilfellið var staðfest 19. nóvember síðastliðinn. Í síðustu viku voru staðfest sex tilfelli inflúensu en lítið var komið í þessari viku, að sögn Arthurs Löve, yfirlæknis veirufræðideildar Landspítalans. Inflúensan er venjuleg árstíðabundin flensa, afbrigði af svonefndri Hong Kong-inflúensu eða H3-stofni. Hún kom til sögunnar á 7. áratug síðustu aldar og hefur oft stungið upp kollinum síðan.

Þórður G. Ólafsson, yfirlæknir heilsugæslunnar í efra Breiðholti og Læknavaktarinnar, sagði ekki hægt að merkja af heimsóknum á Læknavaktina eða til heilsugæslunnar að inflúensan væri orðin útbreidd nú.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert