„Stórkostlega misráðið“ af Alþingi

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/HAG

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist ekki vita hvort niðurstaðan á Alþingi í gærkvöld hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. „Það verður bara að koma í ljós. Ég hef ekki hugmynd um það. Ég vona ekki. Það eru mörg mál sem við þurfum að klára svo ég vona ekki,“ sagði Jóhanna í hádegisfréttum RÚV, aðspurð um áhrif niðurstöðunnar.

Steingrímur J. Sigfússon sagðist í samtali við RÚV telja það „stórkostlega misráðið“ af Alþingi að halda áfram með umfjöllun um tillögu um frávísun kæru Geirs Haarde. Málið ætti að liggja kyrrt þar sem það væri, í meðferð fyrir landsdómi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert