Hatrið er verst

Einar K. Guðfinnsson og Geir H. Haarde.
Einar K. Guðfinnsson og Geir H. Haarde.

Einar K. Guðfinnsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins segir slæmt að verða vitni að því hatri og heift sem hafi skinið út úr málflutningi sumra þingmanna sem tjáðu sig um tillögu um að draga til baka málshöfðun gegn Geir H. Haarde.

„Loft er ekki bara lævi blandað á Alþingi. Verst er að verða vitni að hatrinu og heiftinni sem kom svo dapurlega fram í ræðum einstakra þingmanna sem mæltu gegn tillögu Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins um að afturkalla ákæruna á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Eitt er það að þingmenn takist á af hörku. Það fylgir stjórnmálunum á átakatímum. En þetta var allt annað og eitrar andrúmsloftið á þinginu og þar með í samfélaginu. Þetta er mikið áhyggju- og umhugsunarefni,“ segir Einar á bloggsíðu sinni.

Einar segir að það sé ótvírætt á forræði Alþingis að beina því til saksóknara Alþingis að afturkalla ákæruna standi til þess forsendur, eins og er í þessu máli. „Ákæruvaldið, Alþingi, verður því að hafa atbeina að málinu. Það er stjórnarskrárvarinn réttur og skylda Alþingis. Það er því ótrúlegt að mæta svo harðneskjulegum mótmælum þingmanna gagnvart því sem blasir við að lögum að gera beri. En þetta verður þó þrátt fyrir allt skiljanlegra þegar maður upplifir þá miklu heift og hatur sem skein út úr málflutningi einstakra þingmanna, þegar þeir andmæltu þingsályktunartillögunni.“

Bloggsíða Einars

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert