Lýsa vantrausti á forseta Alþingis

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. stækka

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. mbl/Ómar

Ungir jafnaðarmenn sendu í kvöld frá sér ályktun þar sem þeir gagnrýna Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur forseta Alþingis fyrir að taka tillögu sjálfstæðismanna um að draga málshöfðun gegn Geir H. Haarde á dagskrá. Þeir telja tímabært að kjósa nýjan forseta.

Ungir jafnaðarmenn telja að málshöfðunin gegn Geir H. Haarde sé stjórnskipulega í réttum farvegi. Landsdómur hafi metið meginhluta ákærunnar tæka til efnislegrar meðferðar. Dómstóllinn eigi nú aðeins eftir að takast á við spurninguna um sekt eða sýknu Geirs H. Haarde. 

„Það er ekki einungis óeðlilegt að Alþingi skerist í leikinn með þeim hætti sem lagt er til í tillögu formanns Sjálfstæðisflokksins, heldur er það beinlínis hættulegt í stjórnskipulagi sem byggir á þrískiptingu ríkisvaldsins. Með því að greiða atkvæði með áframhaldandi meðferð tillögunnar tóku fjórir þingmenn Samfylkingarinnar afstöðu gegn sjálfstæði Landsdóms og þar með dómsvaldsins í heild. Í huga Ungra jafnaðarmanna getur slík afstaða aldrei samræmst hugsjónum jafnaðarmanna um réttarríki og mikilvægi valddreifingar í samfélaginu.

Sérstaklega þykir Ungum jafnaðarmönnum forkastanlegt að forseti Alþingis, æðsti fulltrúi löggjafarvaldsins samkvæmt stjórnarskránni, skuli taka afstöðu gegn dómsvaldinu með þessum hætti. Því lýsir miðstjórn Ungra jafnaðarmanna vantrausti á forseta Alþingis, og krefst þess að þingmönnum verði sem fyrst veitt tækifæri til þess að kjósa sér nýjan forseta.

Ungir jafnaðarmenn harma að þessir þingmenn Samfylkingarinnar, auk sumra þingmanna Vinstri-Grænna, hafi látið blekkjast til að taka þátt í pólitískum skollaleik formanns Sjálfstæðisflokksins með ófyrirséðum afleiðingum fyrir stöðu ríkisstjórnarinnar og stöðu Landsdóms sem dómstóls. Ungir jafnaðarmenn lýsa fullkominni vanþóknun sinni á því dómgreindarleysi sem þingmennirnir, þ.m.t. tveir núverandi ráðherrar og fjórir fyrrverandi ráðherrar, hafa sýnt í þessu máli,“ segir í ályktunni.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Innlent »

Barn flutt á slysadeild

08:38 Barn var flutt á slysadeild Landspítalans um áttaleytið eftir að það hafði hjólað á bifreið í Vatnsendahverfinu. Ekki er talið að meiðsl þess séu alvarleg. Meira »

Dregið verði úr krafti ryksugnanna

08:19 Nýjar reglur Evrópusambandsins um ryksugur taka gildi 1. september næstkomandi en samkvæmt þeim verður afl ryksugumótora nú takmarkað við 1.600 W. Meira »

Einn þriðji landsmanna í skóla

07:57 Í kringum 110 þúsund Íslendingar setjast á skólabekk þetta haustið, en það er rétt rúmlega einn þriðji landsmanna.  Meira »

Komið á Tetra-sambandi í Múlagöngum

07:33 Um síðustu helgi komst á GSM-samband í Múlagöngum.  Meira »

Hjálmurinn bjargaði

06:11 Reiðhjólaslys varð á göngustíg við Fífuhvammsveg v / Fífulind um tíuleytið í gærkvöldi en rúmlega tvítugur hjólreiðamaður og 11 ára stúlka á reiðhjóli höfðu skollið saman á blindhorni á göngustíg. Meira »

Tvöfalda viðbyggingar við Hótel Geysi

05:30 Gert er ráð fyrir tvöföldun byggingarmagns í viðbyggingu Hótels Geysis í Haukadal, samkvæmt tillögum að breyttu deiliskipulagi við Hótel Geysi og Geysisstofu. Meira »

Dópaðir undir stýri

06:18 Lögreglan stöðvaði för tveggja ökumanna síðdegis í gær. Annar í Lágmúla en hann reyndist undir áhrifum fíkniefna. Einn farþegi bifreiðarinnar var með fíkniefni á sér og annar vopn. Meira »

Virknin að aukast á skjálftasvæðinu

06:02 Mikil skjálftavirkni er enn undir og við norðanverðan Vatnajökul og hafa tveir skjálftar yfir fimm stig orðið í Bárðarbungu. Jarðskjálfti sem mældist 4,5 stig varð í Öskju um tvö leytið. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur viðbúnaðarstigi ekki verið breytt en virknin er að aukast. Meira »

Verða að tryggja samband að nýju

05:30 „Við þurfum að fá svör við því hvernig þjónustuaðilar sjá til þess að samband komist fljótt á aftur ef bilun verður. Ég myndi vilja vita það hjá hverju öðru fyrirtæki sem þjónustar mig. Klukkutími er sennilega það sem við getum sætt okkur við.“ Meira »

Kynna nýja áætlun um rýmingu

05:30 Sýslumaðurinn á Húsavík er að ljúka vinnu við gerð áætlunar um rýmingu vegna hugsanlegs jökulhlaups í Skjálfandafljóti. Hálendið er enn lokað, sem og Jökulsárgljúfur. Meira »

„Fylltum öll ker og ílát um borð“

05:30 Mokveiði er hjá makrílbátum sem róa frá Snæfellsbæ. „Við tökum afla af sjö bátum og ég áætla að hver bátur landi um sjö tonnum í kvöld (gærkvöld)“. Meira »

Spennandi túnfiskveiðar

05:30 Veiðar á túnfiski fara vel af stað þetta haustið, en í gær var ellefu túnfiskum landað í Grindavík úr Jóhönnu Gísladóttur ÍS, skipi Vísis hf. Meira »

Aspir mjög „ryðgaðar“ í uppsveitum

05:30 Mikið ryð er nú í ösp víða í uppsveitum á Suðurlandi. Einkum ber á þessu í skógum og lundum sem gróðursettir voru fyrir árið 1999, en þá varð fyrst vart við asparryð hér á landi. Meira »

Hæna vappaði um á tannlæknastofunni

Í gær, 22:42 Þær sinntu tannlækningum í nokkrar vikur í hjálparstarfi við spítala í Bashay-þorpi í Tansaníu. Þetta var mikil lífsreynsla fyrir tannlæknanemana Elísabetu, Láru og Unni og margt bar á góma, í orðsins fyllstu merkingu. Meira »

Ferðaáætlun tryggði öryggi kvennanna

Í gær, 22:12 Konurnar þrjár, sem fundust í Raufarhólshelli í Þrengslunum höfðu skilið eftir nokkuð ítarlega ferðaáætlun. Það varð til þess að björgunarsveitir voru tiltölulega fljótar að hafa uppi á þeim. Meira »

Fréttastofan á bak við Ólaf?

Í gær, 23:56 Af samkomu við heimili Ólafs Stephensen að dæma virðist vera sem fréttastofa 365 miðla sjái mikið á eftir sínum fyrrverandi ritstjóra. Ólafur staðfesti í dag að hann hefði látið af störfum á 365. Meira »

Fóru inn á lokaðan veg

Í gær, 22:39 Erlendir ferðamenn tróðu sér framhjá lokun við vestari leiðina að Dettifossi. Lögreglan á Húsavík segir lokunina í gildi vegna þess að langan tíma geti tekið að rýma svæðið sem lokað er. Meira »

Ætlar upp á topp án súrefnis

Í gær, 21:48 Fjallagarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir hefur svo sannarlega ekki lagt árar í bát, þrátt fyrir að hafa ekki náð markmiði sínu, að toppa Everest í vor. Nú hyggst hún klífa sjötta hæsta fjall jarðar, Cho Oyu í Tíbet í félagi við Atla Pálsson, og ætla þau að fara upp á topp án súrefnis og aðstoðar Meira »
Armbandsúr frá YRSA Reykjavík og PL Paris
Dömu og herraúr í miklu úrvali. 2ja ára ábyrgð. Frí áletrun fylgir. ERNA er 90 á...
EKTA AMERÍSKUR BRÖNS
TEXASBORGARAR: Ekta amerískur bröns á Texasborgurum um helgar. 2 fyrir 1 af Dal...
VILTU SELJA BÍLINN
Kaupum bíla Hærra uppítökuverð Við staðgreið...
Art Naglapennar á 2 vegu
Til sölu Art pennar á 2 vegu Bæði penni og pensill, frábært til skreitinga! Hv...
 
Seyðisfjarðarkaupstaður: bókari
Skrifstofustörf
Starf bókara hjá Seyðisfjarðarkaup...
Opið hús vegna lýsingar skipulagsáætl.
Tilboð - útboð
Opið hús vegna lýs...
Útboð 13303
Tilboð - útboð
ÚTBOÐ Reykja vík ur borg Innkaupadei...
Skriefstofa forseta íslands: umsjónarmaður á bessastöðum
Önnur störf
UMSJÓNARMAÐUR Á BESSASTÖÐUM Embætt...