Vill vantraust á Ástu Ragnheiði

Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta Jónsdóttir. mbl.is/Ómar

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sagðist í sjónvarpsþættinum Silfri Egils í dag vera með undirskriftalista í gangi á Alþingi um að lýst verði vantrausti á Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis.

Sagði Birgitta að ástæðan væri m.a. sú, að Ásta Ragnheiður samþykkti að taka á dagskrá þingsins þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að afturkalla ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sagði í þættinum að hennar nafn yrði ekki á þessum undirskriftalista. Ásta Ragnheiður hefði sýnt það og sannað, að hún gætti að virðingu Alþingis. Hefði Ásta Ragnheiður m.a. aflað lögfræðiálits þar sem niðurstaðan væri að tillaga Bjarna væri þingtæk og hefði því ekki getað annað en sett málið á dagskrá.

Þráinn Bertelsson, þingmaður VG, sagðist hins vegar telja að forseti Alþingis hefði gerst í meira lagi brotlegur í starfi með því að taka á dagskrá þingsins tillögu, sem ekki heyrði undir vald þingsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert