Flestir ánægðir með Skaupið

Frá tökum á Áramótaskaupinu.
Frá tökum á Áramótaskaupinu. mbl.is/Björn Jóhann

Meirihluti Íslendinga var ánægður með Áramótaskaupið 2011 samkvæmt könnun sem MMR hefur gert. Alls voru 64,8 prósent þeirra sem tóku afstöðu sátt við Skaupið, átján prósent sögðu bæði gott og slakt en 17,2 prósent sögðu það slakt.

Í ljós kom að mikill munur var á skoðun fólks á Áramótaskaupinu eftir því hvaða stjórnmálaflokk það studdi. Þannig sögðu 78,5 prósent þeirra sem einnig sögðust styðja ríkisstjórnina að Skaupið hefði verið gott en aðeins 58,6 prósent þeirra sem ekki styðja hana voru sömu skoðunar.

Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins voru síst ánægðir með Skaupið en aðeins 50,3 prósent þeirra sögðu Skaupið hafa verið gott.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert