Tjáir sig ekki um tillöguna

Andri Árnason og Geir H. Haarde fyrir landsdómi.
Andri Árnason og Geir H. Haarde fyrir landsdómi. mbl.is/RAX

„Það yrði örugglega tekin afstaða til málskostnaðar í málinu, ég er náttúrlega skipaður verjandi þannig að ég á rétt á málsvarnarlaunum fyrir það sem búið er, þannig að það yrði væntanlega tekin afstaða til þess í landsdómi.“

Þetta segir Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, spurður í Morgunblaðinu í dag hvað taki við ef þingsályktunartillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, fæst samþykkt og málshöfðun Alþingis gegn Geir verður dregin til baka í kjölfarið.

Að sögn Andra er mikilvægt að afgreiða þingsályktunartillögu Bjarna sem fyrst fyrir Alþingi, úr því að það varð niðurstaðan að þingið tæki hana til efnislegrar umfjöllunar, enda styttist nú í að lokaundirbúningur málsins hefjist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert