Boðar til fundar um Landeyjahöfn

Breiðafjarðaferjan Baldur á leið inn í Landeyjahöfn sl. haust, þegar …
Breiðafjarðaferjan Baldur á leið inn í Landeyjahöfn sl. haust, þegar hún leysti Herjólf af hólmi.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur boðað fjölmiðla til fundar í ráðuneytinu í fyrramálið þar sem ræða á Landeyjahöfn og ferjusiglingar milli lands og Eyja.

Auk ráðherra og sérfræðinga ráðuneytisins verða á fundinum fulltrúar Vestmannaeyjabæjar, Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar. Starfshópur þessara aðila hefur verið í gangi og er von á tillögum frá honum um hvernig haga á samgöngum milli lands og Eyja. Formaður hópsins, Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum, vildi ekki upplýsa um efni fundarins fyrirfram, það yrði að koma í ljós á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert