Þung spor að stíga til D-listans

Fjölmenni var á fundinum í gærkvöldi.
Fjölmenni var á fundinum í gærkvöldi. mbl.is/Árni Sæberg

„Nú þegar fulltrúar Næstbesta flokksins og Y-lista eru búnir að pakka saman og ætla ekki að taka þátt í frekari viðræðum þarf ekki mjög glöggan mann til að sjá að framundan er að VG, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking taki höndum saman um að mynda nýjan meirihluta.“

Þetta sagði Guðfríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, á fundi með flokksmönnum í gærkvöldi. „Við skulum halda því til haga að það er löng leið milli Samfylkingarinnar í Kópavogi og Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þannig að sporin verða þung. En ábyrgðin er okkar [...] Það þarf að grípa inn í og ná stjórn á atburðarásinni.“ Þannig gætu Vinstri-græn, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur myndað saman sterkan átta manna meirihluta.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að af viðbrögðum fundarmanna hafi verið ljóst að þessi framtíðarsýn féll í misgóðan jarðveg. M.a. voru þau orð látin falla að þótt það væri eini möguleikinn í stöðunni væri slæmur kostur „að hlaupa í fangið á Sjálfstæðisflokknum“. Annar fundarmaður sagði að sig hryllti við slíku samstarfi.

Þegar þarna var komið sögu var ljóst að fundarmönnum fannst þeir ekki geta talað hreint út um málið í nærveru blaðamanns því samþykkt var með talsverðum meirihluta tillaga um að blaðamanni skyldi vikið af fundi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert