Unga fólkið flytur út

Alls fluttust 1.404 fleiri frá landinu á síðasta ári en ...
Alls fluttust 1.404 fleiri frá landinu á síðasta ári en til þess mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls fluttust 1.404 fleiri frá landinu á síðasta ári en til þess. Það dró úr brottflutningi á árinu miðað við árið áður, þegar 2.134 fluttust úr landi umfram aðflutta.

Alls fluttust 6.982 frá landinu, samanborið við 7.759 á árinu 2010. Alls fluttust 5.578 manns til Íslands árið 2011, sem er svipaður fjöldi og árið 2010 þegar 5.625 manns fluttu til landsins, samkvæmt frétt Hagstofu Íslands.

Mun fleiri íslenskir ríkisborgarar flytja heldur en útlenskir

Íslenskir ríkisborgarar voru mun fleiri en erlendir í hópi brottfluttra, eða 4.135 á móti 2.847. Íslenskir ríkisborgarar voru einnig fleiri meðal aðfluttra en erlendir, 2.824 á móti 2.754. Alls fluttust því 1.311 íslenskir ríkisborgarar úr landi umfram brottflutta, en 93 erlendir ríkisborgarar.

„Árið 2004 hófust tímar mikilla búferlaflutninga til og frá landinu sem standa enn.  Fyrstu fimm árin, 2004-2008, fluttist 15.921 einstaklingur til Íslands umfram brottflutta. Undanfarin þrjú ár (2009-2011) snerist dæmið hinsvegar við og héðan hafa alls 8.373 einstaklingar flust til útlanda umfram aðflutta. Á þessum átta árum hafa því flust 6.918 manns til landsins umfram brottflutta,“ segir í frétt Hagstofu Íslands.

Noregur tekur við flestum íslenskum ríkisborgurum

Árið 2011 fluttust 3.022 íslenskir ríkisborgarar til Noregs, Danmerkur eða Svíþjóðar af 4.135 alls. Flestir fluttust til Noregs, eða 1.508. Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu einnig frá þessum löndum eða 2.113 af 2.824 alls, flestir þó frá Danmörku, eða 1.206. Á sama tíma fluttust flestir erlendir ríkisborgarar til Póllands, eða 1.000 af 2.847 alls. Þaðan komu líka 768 erlendir ríkisborgarar. Þetta flutningsmynstur hefur haldist óbreytt frá því 2009, nema hvað Noregur hefur orðið hlutfallslega vinsælli meðal íslenskra ríkisborgara og dregið hefur úr vægi Póllands sem helsta áfangastaðar erlendra ríkisborgara.

Unga fólkið fer

Árið 2011 voru flestir brottfluttra á aldrinum 25–29 ára, flestir þó 24 ára af einstaka árgöngum. Fjölmennasti hópur aðfluttra var á aldrinum 20–24 ára. Tíðasti aldur aðfluttra einstaklinga var 23 ára. Þegar tekið er tillit til fjölda brottfluttra umfram aðflutta var mest fækkun vegna fólksflutninga frá landinu í aldurshópnum 30–34 ára.

Árið 2011 fluttu 986 fleiri karlar úr landi en til landsins og 418 fleiri konur fluttu frá landinu en til þess. Fram til ársins 2003 fluttust að jafnaði fleiri konur til landsins en karlar. Þessi þróun snerist við á tímabilinu frá 2004–2008. Á þeim árum fluttust til landsins 4.215 fleiri karlar en konur. Á undanförnum þremur árum hafa hins vegar 3.833 fleiri karlar en konur flust úr landi umfram aðflutta. Hlutfall kynjanna í mannfjöldanum hefur því jafnast á nýjan leik.

Fjöldi innanlandsflutninga náði hámarki á árinu 2007 en þá voru tilkynntir flutningar 58.186 einstaklinga. Eftir það fækkaði innanlandsflutningum jafnt og þétt og náðu þeir lágmarki sínu árið 2010 þegar 46.535 einstaklingar skiptu um lögheimili. Árið 2011 varð aftur á móti fjölgun í fyrsta sinn frá árinu 2007 en þá mældust innanlandsflutningar 49.398. Flestir þeirra voru flutningar innan sveitarfélags (31.067). Alls fluttu 10.040 einstaklingar milli sveitarfélaga innan landsvæðis árið 2011 en 8.291 einstaklingur flutti frá einu landsvæði til annars.

Straumurinn til höfuðborgarsvæðis og Suðurnesja

Þegar aðeins er litið á innanlandsflutninga lá straumurinn frá öllum landsvæðum til höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Þangað fluttu alls 682 umfram brottflutta til annarra landsvæða. Hlutfallslega var flutningsjöfnuðurinn óhagstæðastur á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum, Suðurlandi og Vesturlandi en brottfluttir til annarra landsvæða voru litlu fleiri en aðfluttir á Austurlandi og Norðurlandi eystra, segir í frétt Hagstofunnar.

Langflestir þeirra sem fluttust til útlanda komu frá höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum (1.280 alls af 1.404). Fleiri fluttust til útlanda frá öðrum landsvæðum en komu, nema á Austurlandi og Vesturlandi. Þegar litið er til bæði innanlands og utanlandsflutninga var Austurland eina landsvæðið sem kom út með jákvæðan flutningsjöfnuð árið 2011 en þangað fluttu 4 fleiri en fluttu brott.

mbl.is

Innlent »

Myndirnar segja til um hugarástandið

18:48 Katrín Þóra Víðisdóttir Berndsen uppgötvaði listræna hæfileika á fullorðinsaldri. Hún tók stutt nám á listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, annað hefur hún lært á Youtube. Katrín hefur barist við þunglyndi sem engin lyf hafa unnið á og býður nú greiningar á því athyglisbrestur hafi leitt hafi til þunglyndis. Meira »

Leka heitavatnslögnin fundin

18:37 Leka lögnin sem flæddi úr í Vesturbænum fyrr í dag er fundin en hún reyndist vera undir Hringbraut. Mest af heita vatninu kom aftur á móti upp á horni Kaplaskjólsvegar og Víðimels og í nálægum brunnum að því er fram kemur í tilkynningu frá Veitum. Meira »

Austurbæjarbíó gluggi fyrir ferðamenn

17:54 Gamla Austurbæjarbíó hefur fengið nýtt hlutverk sem gluggi fyrir ferðamenn inn í íslenska sögu, náttúru og samfélag. Sýningin „Tales from Iceland“ opnaði í Austurbæjarbíói í dag en að sýningunni stendur hópur hönnuða og kvikmyndagerðamanna sem hafa unnið að henni í rúmlega fjögur ár. Meira »

Borgarfulltrúar 23 á næsta kjörtímabili

17:42 Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjölga borgarfulltrúum upp í 23 frá og með næsta kjörtímabili, en það er sá lágmarksfjölda fulltrúa sem mælt er fyrir um í sveitarstjórnarlögum. Var tillagan samþykkt með 11 atkvæðum gegn fjórum. Meira »

Mótmæla hækkun á leigu vegna hávaða

17:33 Hópur íbúa á stúdentagörðunum við Sæmundargötu og Eggertsgötu hafa sent áskorun til Félagsstofnunar stúdenta um að fresta hækkun leigugjalds vegna hávaða sem stafar af framkvæmdum FS í nágrenninu. Meira »

Árangurslaus fundur flugvirkja

16:58 Flugvirkjafélag Ísland og Samtök atvinnulífsins funduðu í fyrsta sinn með ríkissáttasemjara í dag vegna flugvirkja sem starfa hjá Icelandair. Meira »

Bilun í hitaveituröri við Hringbraut

16:01 Töluvert tjón hefur orðið vegna heitavatnsleka sem varð frá hitaveituröri Veitna við gatnamót Hringbrautar og Bræðraborgarstígs á fjórða tímanum í dag. Heitt vatn hefur m.a. flætt inn í kjallara húsa á svæðinu og biðja Veitur íbúa að fara varlega þar sem vatnið getur valdið brunasárum við snertingu. Meira »

Landað í sumarblíðu á Seyðisfirði

16:55 „Við fórum út á miðvikudag og það tók okkur dálítinn tíma að finna þorskinn en þegar hann fannst á Gerpisflakinu gekk vel að veiða. Í reyndinni fengum við megnið af þorskinum á einum sólarhring, síðan fengum við um 18 tonn af karfa og lítilsháttar af ufsa og ýsu.“ Meira »

Kynferðisbrotaþoli og líka gerandi

15:53 „Ég er ekki bara kynferðisbrotaþoli heldur er ég líka gerandi. Ég hef ýjað að þessu í viðtali um reynslu mína en ekki sagt það nógu hreint út - ég hef valdið þjáningum sjálfur.“ Þetta segir Halldór Auðar Svansson pírati í Facebook-færslu sinni. Meira »

Hellulaug stenst gæðakröfur

15:38 „Vegna umræðu um heitar náttúrulaugar á Vestfjörðum viljum við að þetta komi fram. Hellulaug við Flókalund stenst allar kröfur sem gerðar eru til náttúrulauga.“ Þetta kemur fram í færslu sem starfsfólk Hótels Flókalunds birtir á Facebook. Meira »

Refsing fyrir mútur verði þyngd

14:41 Skrifstofa Sameinuðu þjóðanna um glæpi og fíkniefni (UNODC) hvetur íslensk stjórnvöld til að vinna áfram að lagabreytingum sem hafa verið í undirbúningi um að þyngja hámarksrefsingu fyrir mútuboð til opinberra starfsmanna og refsingar fyrir mútubrot í einkageiranum. Meira »

Spínat innkallað vegna aðskotahlutar

14:29 Innnes ferskvörusvið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ákveðið að kalla inn spínat í 150 og 500 gramma einingum. Það er gert vegna gruns um aðskotahlut. Meira »

„Við höldum okkar striki“

14:22 „Við teljum að við höfum skýra málefnastöðu sem er mótvægi við stefnu fráfarandi ríkisstjórnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í samtali við mbl.is. Landsfundur Vinstri grænna fer fram 6.-8. október. Meira »

Stöðva viðskipti með pyntingartól

12:47 Alþjóðabandalagi um pyntingalaus viðskipti hefur verið hleypt af stokkunum. Ísland gerðist í gærkvöldi aðili að bandalaginu. Þetta er sameiginlegt átak Evrópusambandsins með aðild alls 58 landa og miðar að því að stöðva viðskipti með varning sem beitt er við dauðarefsingar og pyntingar. Meira »

„Holskefla“ umsókna eftir mál Árna

12:15 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að umfjöllun fjölmiðla um tiltekin mál varðandi uppreist æru, þar á meðal mál Árna Johnsen, hafi valdið því að holskefla af slíkum umsóknum hafi borist dómsmálaráðuneytinu í gegnum árin. Meira »

Útgerðum fækkað um 60% á tólf árum

13:23 Útgerðarfyrirtækjum með aflahlutdeild hefur fækkað um næstum 60% á tólf árum. Alls áttu 946 útgerðarfyrirtæki aflahlutdeild á fiskveiðiárinu 2005/2006 en nú deila 382 fyrirtæki hlut í aflanum. Fjöldi úthlutaðra þorskígildistonna er þá næstum sá sami, eða um 400 þúsund tonn. Meira »

Brynjar: „Ég var drekinn“

12:24 „Ég hafði engan áhuga á að stýra þessari nefnd,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Brynjar var í morgun settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Meira »

Örvar Már kjörinn formaður Snæfells

12:10 Örvar Már Marteinsson hefur verið kjörinn formaður Snæfells, stærsta svæðisfélags Landssambands smábátaeigenda. Örvar tekur við af Guðlaugi Gunnarssyni sem gegnt hefur formennsku undanfarin tvö ár en gaf ekki kost á sér áfram. Meira »
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
 
Samkoma
Félagsstarf
Kjötsúpa kl. 19 og samkoma kl. 20 í Kr...
L helgafell 6017091319 iv/v fjhst.
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017091319 IV/V Fjhst. ...
Byggðakvóti
Styrkir
ATVINNUVEGA- OG NÝSKÖPUNAR...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Han...