Upplýsi um salt á vefnum

Saltbaukur
Saltbaukur Af vef Matvælastofnunar

Matvælaframleiðendum hefur verið gefið færi á að upplýsa með auðveldum hætti á vef talsmanns neytenda hvort þeir hafi notað iðnaðarsalt í mat- eða drykkjarvörur. Bregðist framleiðendur ekki við verða þeim í kjölfarið send formleg erindi. Segir að tilgangur með þessu sé að auðvelda matvælaframleiðendum að upplýsa um þá mat- og drykkjarvöru sem iðnaðarsaltið var notað í, áður en farið sé í formlegar bréfaskriftir.

Er framleiðendum boðið að fylla út form þar sem fram kemur heiti fyrirtækis, upplýsingar um tengilið fyrirtækis, síðasta dreifing í smásölu,vöruheiti (allt að 20 línur), viðhengi í Excel (fyrir fleiri en 20 vöruheiti)  og annað sem fyrirtækið vill koma á framfæri við neytendur eða talsmann neytenda.

Einnig er boðið upp þann valkost að merkja við að iðnaðarsaltið hafi ekki verið notað í matvörur framleiðandans.

Listi birtur

Fram kemur að talsmaður neytenda muni síðar í vikunni birta lista yfir bæði þau fyrirtæki sem hafa veitt fullnægjandi upplýsingar sem og þau fyrirtæki sem fá í kjölfarið bréf frá  talsmanninum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert