Steingrímur: Alvöruviðræður að hefjast

Steingrímur ásamt Štefan Füle og Dacian Ciolos.
Steingrímur ásamt Štefan Füle og Dacian Ciolos. Ljósmynd/ESB

„Það er náttúrlega markmiðið að þær verði allar komnar í gang á þessu ári. Það er auðvitað mjög mikilvægt að það dragist ekki lengur en fram eftir árinu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra, spurður hvenær „eiginlegar viðræður“ við ESB, eins og hann orðar það, hefjist.

Nú sé sú stund að nálgast að hægt sé að láta reyna á kröfur Íslands í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum „í alvöruviðræðum“.

Steingrímur fundaði í dag með Stefan Füle, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, Mariu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, og Dacian Ciolos, landbúnaðarstjóra ESB.

Steingrímur lýsir yfir ánægju með fundina með forystumönnum ESB en þetta var í fyrsta sinn sem hann fundar með Damanaki.

Ótímabært að ræða tímasetningar

Steingrímur segir einnig ótímabært að ræða hvenær aðildarsamningur geti legið fyrir þannig að íslenskur almenningur geti kosið um aðild að Evrópusambandinu.

„Það get ég ekki sagt. Ég vil ekki fara nákvæmlega út í það. Það verður að koma í ljós."

Steingrímur vék næst að makríldeilunni með þeim orðum að staðan í henni væri erfið.

Hann hefði lagt ríka áherslu á að deilunni og aðildarumsókn Íslands væri ekki „þvælt saman“. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert