Sumir fá frí til að fara í ræktina

Í líkamsrækt.
Í líkamsrækt. mbl.is/Árni Sæberg

Kurr er meðal starfsmanna vegna ólíkra kjara þeirra sem nú starfa hjá sameinuðu embætti Landlæknis og Lýðheilsustöðvar.

Ástæðan er sú að starfsmennirnir, sem nú vinna allir hjá embætti landlæknis, njóta ólíkra kjara eftir því hjá hvorri stofnuninni þeir unnu fyrir sameininguna.

Samkvæmt upplýsingum, sem fram koma í umfjöllun Morgunblaðsins,  er starfsfólkið sem kom frá Lýðheilsustöð í hærri launaflokkum, með farsíma frá vinnustaðnum og fær 90 mínútna matartíma þrisvar í viku til að geta stundað líkamsrækt. Hinir njóta ekki þessara kjara.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert