Ungt fólk flytur úr landi þar sem störfum fjölgar ekki

Rúmlega 3.000 Íslendingar fluttu til Noregs, Danmerkur eða Svíþjóðar í …
Rúmlega 3.000 Íslendingar fluttu til Noregs, Danmerkur eða Svíþjóðar í fyrra mbl.is/Ómar

Flestir þeirra sem flytja frá landinu eru ungt fólk. Á árunum 2009-2011 fluttu samtals 16.862 einstaklingar á aldrinum 20-44 ára frá landinu. Brottfluttir umfram aðflutta í þessum aldurshópi voru 5.723 yfir allt tímabilið, samkvæmt nýrri samantekt Hagstofunnar.

Atvinnuleysi á augljóslega stóran þátt í því að fólk freistar gæfunnar ytra. Af nýjustu mælingum Vinnumálastofnunar má sjá að tæplega 8.000 einstaklingar í aldurshópnum 20-44 ára eru atvinnulausir, um 63% skráðra atvinnulausra.

Samtök atvinnulífsins hafa vakið athygli á því að starfsfólki á vinnumarkaði fjölgaði ekki milli áranna 2010 og 2011 og hefur ekki verið færra frá 2005. 6

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert