Merki um batnandi hag

Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra á fundinum í dag.
Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra á fundinum í dag. Morgunblaðið/Eggert

Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra fór yfir ríkisfjármálin á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag með sérstöku tilliti til atvinnumála. Hún sagði að nú væru öll merki uppi um batnandi hag en áfram þyrfti að stjórna málum af ábyrgð, áræðni og með  aðhaldi.

Oddný segir að þróunin stefni í rétta átt og að umskiptin séu hafin. T.d. sé hagvöxtur áætlaður 2,4% árið 2012, atvinnuleysi hafi minnkað um 1 prósentustig og kaupmáttur launa hafi aukist um 3,7% á einu ári.

Atvinnuleysi sé þó enn alltof mikið og atvinnumál séu og verði forgangsmál ríkisstjórnarinnar, að því er fram kemur á vef Samfylkingarinnar.

Hún sagði eðli málsins samkvæmt að ríkisfjármálin væru nátengd atvinnumálum, því ríkissjóður nærðist á atvinnulífinu og ríkissjóð væri hægt að nota til að örva atvinnulífið. Vega þyrfti og meta hagsmuni ríkisins, skattgreiðenda, í þessum málum sem öðrum.  Nú væru merki öll merki uppi um batnandi hag en áfram þyrfti að stjórna málum af ábyrgð, áræðni og með aðhaldi. 

Nánar hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert