Stíft róið í brælu

Skapti Hallgrímsson



Netavertíðin byrjar ansi vel þrátt fyrir afleitt veður. Stóru netabátarnir hafa róið ansi stíft og þá sérstaklega Erling KE en hann fór í 9 róðra í röð og er aflinn 103 tonn. Erling er aflahæstur netabátanna frá áramótum.  

Mjög góður afli er hjá bátunum og var t.d. Skinney SF með 94 tonn í 6 róðrum,
Ólafur Bjarnason SH var með 84 tonn í 7 róðrum og Þórir SF er með 94 tonn í 7 róðrum, samkvæmt frétt á vefnum Aflafréttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert