Bíða gagna frá björgunaraðilum

Hallgrímur SI-77.
Hallgrímur SI-77. mynd/Sigurður

Sjópróf vegna togarans Hallgríms SI-77 sem sökk í sjónum fyrir utan Noreg á miðvikudag eru hafin. Að sögn Inga Tryggvasonar, formanns rannsóknarnefndar sjóslysa, er þegar byrjað að afla gagna hér heima um skipið.

Meirihluti gagnanna sé hins vegar í Noregi hjá björgunaraðilum og á nefndin enn eftir að fá þau í hendur. Ekki hefur enn verið rætt við skipverjann sem bjargað var en hann kom til landsins á föstudag.

Samkvæmt upplýsingum frá björgunarmiðstöð Suður-Noregs sem hafði umsjón með björgunaraðgerðunum á miðvikudag hefur allri leit að skipinu og líkum sjómannanna þriggja sem fórust verið hætt. Þá berst ekki lengur neyðarmerki frá slysstaðnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert