Beinasta leiðin að ganga í ESB

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir mbl.is/Kristinn

„Beinasta leiðin til að afnema verðtryggingu og skynsamlegasta, er að ganga í ESB,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, við fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns Framsóknarflokks, á Alþingi í dag. Þá benti hún á að efnahags- og skattanefnd eigi að skila af sér 15. febrúar næstkomandi niðurstöðu vinnu um verðtryggingu.

Ásmundur Einar vísaði í greinar sem Jóhanna skrifaði á árum áður um afnám verðtryggingar, benti á að hefði nú verið forsætisráðherra í þrjú ár og Samfylkingin í ríkisstjórn í fimm ár. Þá spurði hann hvenær afnám verðtryggingar yrði að efndum.

Jóhanna sagði margt hafa unnist að undanförnu. Bankarnir væru farnir að bjóða upp á óverðtryggð lán, heimild væri komin fyrir Íbúðalánasjóð til að gera slíkt hið sama og lífeyrissjóðirnir væru að skoða málið. Þá væri efnahags- og skattanefnd Alþingis að vinna að þessu máli, og væri að skoða málið frá öllum hliðum. Hún sagði það ekki liggja á borðinu að óverðtryggð lán væru endilega hagstæðari en verðtryggð. Það þyrfti að skoða málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert