E-töflur haldlagðar á Akureyri

mbl.is/Árni Torfason

Í gær framkvæmdi lögreglan á Akureyri húsleit vegna gruns um fíkniefnamisferli. Við leitina fundust í íbúð rúmlega 400 e-töflur.

Einn maður var handtekinn vegna málsins og yfirheyrður. Hann játaði að eiga töflurnar og að hafa ætlað þær til sölu. Málið er í rannsókn.

Lögreglan vill minna á fíkniefnasímsvarann 800-5005 og netfangið info@rls.is og hvetur fólk til að að koma þar á framfæri ábendingum um fíkniefnamál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert