Vilja nýjar hitamyndavélar

Æfingar hjá Gæslunni. Mynd úr safni.
Æfingar hjá Gæslunni. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurgeir S.

Ekki var nothæf hitamyndavél um borð í norsku þyrlunni sem fann Eirík Inga Jóhannsson er togarinn Hallgrímur sökk undan ströndum Noregs. Flugmennirnir fundu Eirík með því að nota hefðbundinn nætursjónauka og ljós þyrlunnar.

Og nú vill norska strandgæslan fá nýjar hitamyndavélar en aðeins tvær af tólf þyrlum hennar eru með slíkan búnað. Hinar tíu eru þar með mun verr útbúnar til leitar á sjó.

Dómsmálaráðuneytið hefur þegar samþykkt að kaupa tvær myndavélar. Önnur þeirra fer til sveitarinnar sem bjargaði Eiríki úr sjónum.

Að hafa góða hitamyndavél getur skilið á milli lífs og dauða, segir einn yfirmaður þyrlusveitarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert