C-vítamín þarf í samfélagið

Frá kynningu Samstöðu í dag.
Frá kynningu Samstöðu í dag. Morgunblaðið/Ómar

Fólk úr ólíkum áttum skipar stjórn og undirbúningshóp Samstöðu, nýs stjórnmálaafls, sem kynnt var í Iðnó. Lilja Mósesdóttir, formaður flokksins, segir mikinn styrk sýndan þegar tókst að koma saman grundvallarstefnuskrá, hún geti þó tekið miklum breytingum á næstu mánuðum.

Meðal þess sem kom fram í máli Lilju var að hún væri afar sátt við bókstaf flokksins, C. Með honum væri flokkurinn framarlega í röðinni og honum stillt upp við hlið stóru flokkanna. Þá sagði hún einkennandi fyrir bókstafinn þörf samfélagsins fyrir C-vítamín.

Eins og greint var frá á mbl.is fyrr í dag er flokkurinn með á stefnuskrá sinni afturköllun alls kvóta og að klára aðildarviðræður við Evrópusambandið. Lilja var spurð hvort Samstaða geti unnið með öðrum stjórnmálaflokkum fengju þeir kosningu til þess í næstu alþingiskosningum. Lilja sagðist ekki hafa séð kosningaskrár hinna flokkanna en það myndi mótast af þeim. Hinir flokkarnir hefðu ekki verið stefnufastir að undanförnu þannig að stefna þeirra gæti breyst. Líkur væru á því að Samstaða gæti átt í góðu samstarfi við hvern sem er.

Sigurður Þ. Ragnarsson, annar tveggja varaformanna flokksins, sagði ekki eðlilegt að fimm prósent þjóðarinnar ættu allt það fé sem til væri í landinu, þar fyrir neðan væru 95% og helmingur þjóðarinnar lepti dauðann úr skel. Hann sagði að þetta yrði að breytast.

Lilja bætti því við að Samstaða vildi öflugt velferðarkerfi, þar sem hver og einn einstaklingur skipti máli, ætti rétt á vinnu og bótum sem dygðu til framfærslu, en bæri jafnframt skylda til að vinna.

Sigurður sagði að fólk ætti að geta mælt sig við framboðið út frá grundvallarstefnuskránni. Hins vegar væri hún ekki fullmótuð, og í raun í mótunarferli. „Við vitum að samfélagið er uppfullt af óánægju, og að skilið hefur á milli þeirra sem hafa það gott og miður gott.“ Hann sagði lagt upp með skilvirkari lýðræðisskiptingu í landinu. Flokkurinn væri hvorki til hægri né vinstri, alls ekki væri um miðjumoð að ræða heldur væri um að ræða þriðju leiðina. Þá leið að ná sátt í samfélaginu með lýðræðislegum hætti; búa fólki viðunandi kjör.

Hann benti á að mikill einhugur og kraftur væri meðal þeirra sem þátt hefðu tekið í vinnunni að undanförnu. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er ekki hægt að bíða miklu lengur til að snúa vörn í sókn.“ Hann sagði margt þurfa að gerast og engin ein lausn væri til.

Á næstunni myndu flokksmenn halda út á land til samræða við landsmenn. Þá hefði verið opnað vefsvæði flokksins, þar sem sjá mætti stefnu hans og dagskrá á næstunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sigríður: Fölsuð skjöl eru lögreglumál

11:30 „Komist menn að því að undirritun hafi verið fölsuð er það auðvitað bara lögreglumál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Hún ræddi þar reglur og framkvæmd þeirra um uppreista æru. Meira »

Sigríður: „Afskaplega ómaklegt“

11:13 „Ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér eða ráðuneytinu um að það hafi verið einhver leyndarhyggja eða þöggun í tengslum við þetta mál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem núna stendur yfir. Meira »

Dró umsókn um uppreist æru til baka

11:01 Maður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni dró umsókn sína um uppreist æru til baka í morgun.  Meira »

Dýraníð á ný í Hveragerði

10:57 Ungur drengur í Hveragerði gekk fram á tvo dauða ketti í bænum á laugardag. Kettirnir höfðu greinilega hlotið mjög slæma meðferð, en annar kötturinn var til að mynda sundurskorinn. Lögreglunni á Suðurlandi var tilkynnt málið og hefur það nú til rannsóknar. Meira »

Brynjar hættir sem formaður

10:49 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur verið kjörinn formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.   Meira »

Fagnar „fullnaðarsigri“

10:47 „Ég fagna þessum fullnaðarsigri og þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið í þessu mikilvæga máli. Þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir allt og alla,“ segir Skúli Mogensen, for­stjóri WOW air, sem er einn af þeim fimm­tíu einstaklingum sem höfðuðu dómsmál gegn Silicor Mater­ials Inc. Meira »

Guðfinna vill leiða í Reykjavík norður

10:21 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, ætlar að sækjast eftir fyrsta sætinu á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Meira »

Ágætur afli, en löng sigling

10:28 Undanfarið hafa íslensku uppsjávarskipin veitt ágætlega af makríl í síldarsmugunni, alþjóðlega hafsvæðinu á milli Íslands og Noregs. Á svipuðum slóðum hafa einnig verið skip frá Hollandi, Rússlandi og fleiri þjóðum. Meira »

Stöðvuðu nær 200 sendingar af melatóníni

10:05 Tollverðir hafa stöðvað 199 sendingar sem innihéldu svefnlyfið melatónín í tollpósti það sem af er þessu ári. Þar af bárust 88 sendingar á tímabilinu júní-ágúst sl. Langflestar sendinganna með melatóníni hafa borist frá netverslunum í Bandaríkjunum. Meira »

Eygló gefur ekki kost á sér

09:26 Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum. Meira »

Tvær gefa ekki kost á sér

08:58 Aðeins tveir þingmenn hafa lýst því yfir að þeir gefi ekki kost á sér til endurkjörs í komandi alþingiskosningum. Sjö þingmenn eru ákveðnir eða ekki náðist í þá. Meira »

Sigríður aftur á fund þingnefndar

08:35 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mætir á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Á fundinum verður fjallað um reglur um uppreist æru. Í lok ágúst fór hún einnig á fund nefndarinnar þar sem einnig var rætt um uppreist æru. Meira »

Sauðfjárbændur í mikilli óvissu

08:18 „Við erum í fullkominni óvissu um það hvað verði gert og í raun hvort eitthvað verði gert,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, en fall ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar setur lausn á vanda sauðfjárbænda í uppnám. Er það mat Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) og Bændasamtaka Íslands (BÍ). Meira »

Jafnréttisstofa án framkvæmdastjóra

07:37 Jafnréttisstofa hefur verið án framkvæmdastjóra frá því Kristín Ástgeirsdóttir lét af störfum að eigin ósk 31. ágúst. Óvissa ríkir um framhald málsins, en starfið var auglýst laust til umsóknar 24. júní. Meira »

Bílstjórans leitað en farþeginn handtekinn

06:23 Lögreglan var við umferðareftirlit seint í gærkvöldi þegar hún veitti bifreið athygli sem oftar en ekki hefur verið ekið af mönnum sem eru undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ákveðið var að snúa við og ræða við ökumanninn. Meira »

Hægagangur fram yfir kosningar

07:57 Veruleg hætta er á að stjórnarslitin muni valda drætti á að hægt verði að ganga frá kjarasamningum. Þetta er mat forsvarsmanna launþega. Samningar um þriðjungs opinberra starfsmanna eru lausir á árinu. Meira »

Tryggjum að trampólín takist ekki á loft

07:07 Von er á tveimur haustlægðum til landsins í vikunni en sú fyrri kemur á morgun. Veðurfræðingur hvetur fólk til þess að tryggja að trampólín takist ekki á loft í seinni haustlægðinni sem væntanleg er á laugardag. Meira »

Vísað af slysadeild vegna leiðinda

06:08 Lögreglan hafði ekki önnur úrræði en að vista karlmann í fangaklefa vegna óláta og leiðinda. Maðurinn var í vímu þegar hann var handtekinn um eittleytið í nótt og verður í fangaklefa þangað til af honum rennur. Meira »
Renault Grand Scenic 7 manna til sölu
RENAULT MEGANE SCENIC BOSE Ásett verð 3.490.000.- Árgerð: 2015 Akstur: 33 þ.k...
Herbergi til leigu
Erum með rúmgott rými/herbergi til leigu í einbýlishúsi í Kópavogi. Sérinngangu...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Han...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Könnun á áformum markaðsaðila
Tilkynningar
Seyðisfjarðarkaupstaður Könnun...