Deilt um línur í lofti og á láði

Þétt net rafmagnslína er við Hellisheiðarvirkjun og mynda háspennumöstrin hálfgerðan ...
Þétt net rafmagnslína er við Hellisheiðarvirkjun og mynda háspennumöstrin hálfgerðan skóg á heiðinni. Mbl.is/ Þorvaldur Örn Kristmundsson

Lagning háspennulína mætir vaxandi mótstöðu. Auknar kröfur eru gerðar um að leggja heldur jarðstrengi til að komast hjá þeirri sjónmengun sem mörgum finnst rafmagnsmöstrin vera í náttúrunni. Áætlunum Landsnets um nýjar háspennulínur hefur víða verið mótmælt, nú síðast í Kjósarhreppi.

Ríflega 3.000 km af háspennulínum tilheyra flutningskerfi Landsnets. Meirihluti þeirra er loftlínur, sem teygja sig um landið þvert og endilangt tengdar háum möstrum, og mörgum þykir skera í augu. Ekki er langt síðan flutningskerfi rafmagns var allt í lofti en í flestum löndum verða jarðstrengir nú fyrir valinu þegar um raforkuflutning í miklu þéttbýli er að ræða. Það á líka við á Íslandi, en þegar kemur að flutningi milli byggðarlaga og landshluta eru loftlínur hinsvegar enn fyrsta val, fyrst og fremst vegna kostnaðar við jarðstrengina.

Loftlínum mótmælt norðanlands- og sunnan

Á næstu árum gerir Landsnet ráð fyrir nýbyggingu u.þ.b. 152 km af loftlínum á Suðvesturlandi, og 54 km af háspennustrengjum í jörðu. Hluti af þeirri framkvæmd er áætluð lagning nýrrar háspennulínu frá Hafnarfirði til Reykjanesbæjar, sem liggur m.a. um land Voga á Vatnsleysuströnd. Pattstaða kom hins vegar upp í lok síðasta árs þegar bæjarstjórn Voga samþykkti að heimila Landsneti aðeins lagningu jarðstrengja um land sveitarfélagsins. Meirihluti bæjarstjórnar klofnaði í kjölfarið. Landsnet hefur sagt að jarðstrengur verði ekki lagður þar og íbúar verði því að búa við gömlu raflínurnar sé þetta niðurstaðan.

Á Norðurlandi komu einnig upp deilur, árið 2008, þegar Skagfirðingum voru kynntar fyrirætlanir um lagningu háspennulínu þvert yfir héraðið. Framkvæmdin er hluti af fyrirhugaðri Blöndulínu, 110 km langrar loftlínu frá Blöndustöð til Akureyrar. Skagfirðingar sögðust upplifa línuna sem mikið lýti á héraðinu og landeigendur óttuðust áhrifin sem framkvæmdirnar hefðu.  

Bæjaryfirvöld á Akureyri voru heldur ekki par hrifin af hugmyndum Landsnets sem settar voru fram 2008 um að Blöndulína 3 skyldi lögð um Eyrarlandháls, ofan Kjarnaskógar, á fyrirhuguðu útivistarsvæði. Akureyrarbær hafði þá sett sér það markmið að tvær eldri línur sem þegar liggja gegnum útivistarsvæði bæjarins verði í framtíðinni lagðar í jörðu. Lagning Blöndulínu 3 er enn í undirbúningi í samstarfi við sveitarfélögin.

400-500 milljarða aukakostnaður

Í dag tilkynnti svo hreppsnefnd Kjósarhrepps að hún hefði hafnað hugmyndum Landsnets um að leggja nýja raforkulínu um hreppinn. Sem fyrr er það loftlína sem fyrirhugað er að byggja, 440 kv lína frá Geithálsi að Grundartanga. Hreppsnefndin segir fyrirhugaða línu vera fyrirferðarmeiri og hafa meira helgunarsvæði en línan sem fyrir er. Raunar gengur hreppsnefndin enn lengra og hafnar alfarið frekari iðnaðaruppbyggingu í Hvalfirði, sem nýju raforkulínunni var ætlað að þjóna.

Fram kemur í samanburði Landsnets á loftlínum og jarðstrengjum að helsta ástæða þess að þeir síðarnefndu séu ekki eins útbreiddir sé mikill munur á stofnkostnaði, en einnig hafi tæknilegar takmarkanir jarðstrengja, sem og vandkvæði við rekstur þeirra á háum spennum, áhrif. Þórir Guðmundsson, forstjóri Landsnets, sagði í viðtali við Morgunblaðið í október 2011 að ef leggja ætti allar nýjar háspennulínur í jörð myndi það þýða 400-500 milljarða króna aukakostnað.

Hvort tveggja loftlínur og jarðstrengir hafa áhrif á umhverfið. Sjónræn áhrif loftlína eru hins vegar mun meiri en jarðstrengja.

Það er ekki áhættulaust að vera línuviðgerðarmaður.
Það er ekki áhættulaust að vera línuviðgerðarmaður. Rax / Ragnar Axelsson
Háspennumöstur í Hvalfirði.
Háspennumöstur í Hvalfirði. Mbl.is/Árni Sæberg
Rafmagnslínur á leið til Þingvalla
Rafmagnslínur á leið til Þingvalla Þorvaldur Örn Kristmundsson
Háspennumöstur
Háspennumöstur Mbl.is/Einar Falur Ingólfsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Segir áhyggjur af brottkasti óþarfar

00:07 „Það er miður að ekki hafi verið leitað sjónarmiða þeirra sem nýta auðlindina, sjávarútvegsfyrirtækja eða hagsmunasamtaka þeirra,“ segir í tilkynningu frá Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, vegna fréttaskýringaþáttarins Kveiks, sem sýndur var á RÚV í kvöld. Meira »

Óveður fram á laugardag

Í gær, 23:22 Ekki er útlit fyrir að veðrið sem nú ríkir á landinu gangi niður fyrr en á laugardag. Þetta kemur fram í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þar segir að útlit sé fyrir hvassa norðanátt næstu daga. Meira »

Gagnrýnir Áslaugu fyrir prófílmynd

Í gær, 22:58 „Sjálfsagt finnst sumum engu skipta hvernig myndir fólk í stjórnmálum notar til að kynna sig. Dæmi hver fyrir sig.“ Þetta segir Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri og bankamaður, í færslu á Facebook og deilir með henni mynd af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, varaformanni Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Heillast af andrúmslofti Ég man þig

Í gær, 22:30 Spennumyndin Ég man þig hefur fengið góða dóma hjá gagnrýnendum þekktra erlendra dagblaða.  Meira »

„Subbuskapur af verstu gerð“

Í gær, 22:29 „Ég hef verið á mörgum skipum. Alls staðar hefur verið brottkast,“ sagði sjómaðurinn Trausti Gylfason í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV nú í kvöld. Þar var sýnt myndefni sem Trausti tók úti á sjó á árunum 2008-2011 og sýndi mikið brottkast á fiski, en brottkast er bannað með lögum. Meira »

Frægasta og verðmætasta Íslandskortið

Í gær, 22:25 „Þetta er frægasta Íslandskortið og það verðmætasta,“ segir Viktor Smári Sæmundsson forvörður um Íslandskort frá árinu 1595 sem er boðið falt fyrir 25 til 30 þúsund sænskar krónur eða tæplega 400 þúsund krónur hjá sænska uppboðshúsinu, Stockholms Auktionsverk. Meira »

„Ég manngeri fuglana í bókinni“

Í gær, 20:55 Sumum finnst lyktin af úldnum andareggjum vera hin eina sanna jólalykt. Frá þessu segir og mörgu öðru sem tengist fuglum, í bók sem spéfuglinn Hjörleifur ritaði og ránfuglinn Rán myndskreytti. Þau taka sig ekki of alvarlega, fræða og skemmta og segja m.a. frá áhættusæknum fuglum, sérvisku þeirra og ástalífi. Meira »

Framkvæmdir stangist á við lög

Í gær, 21:20 Fyrirhugaðar framkvæmdir á Landsímareitnum stangast á við lög að mati Varðmanna Víkurgarðsins, sem er gamli kirkjugarðurin í og við Fógetagarðinn. Þar var fólk grafið langt fram á 19. öld og undanþága var veitt fyrir viðbyggingu Landsímahússins á sínum tíma þar sem almannahagsmunir áttu í hlut. Meira »

Ferðamenn í vanda á Sólheimasandi

Í gær, 20:41 Björgunarsveitir frá Vík og Hvolsvelli voru boðaðar út á sjöunda tímanum í kvöld ásamt öðrum viðbragðsaðilum, vegna ferðamanna í vanda í nágrenni flugvélaflaks á Sólheimasandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

„Enginn búinn að skella hurðum“

Í gær, 20:26 „Við höldum bara áfram á morgun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar hann er spurður um ganginn í stjórnarmyndunarviðræðum. Sigurður Ingi og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sögðu bæði að fundir dagsins hefðu verið góðir. Meira »

„Þetta hætti ekkert“

Í gær, 20:16 „Mér var sagt að ég þyrfti að brosa meira, ég ætti ekki að hylja mig svona mikið ef ég vildi ná lengra og vera sæt,“ sagði Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

Hyggjast birta 100 sögur á föstudag

Í gær, 19:34 „Síðan ég byrjaði að starfa í pólitík hafa nokkrir menn úr stjórnmálaflokkum, og þá flestir giftir menn, verið að senda mér skilaboð á kvöldin,“ segir í einni af þeim sögum sem höfð er eftir stjórnmálakonum og sendar hafa verið á fjölmiðla. Meira »

Ferjan biluð næstu vikurnar

Í gær, 18:50 Breiðafjarðaferjan Baldur er biluð og falla siglingar yfir fjörðinn því niður næstu þrjár til fjórar vikurnar. Ekki er ljóst hvað veldur biluninni en hana má rekja til bilunar í aðalvél skipsins. Þetta kemur fram hjá RÚV. Meira »

Tekjurnar ekki verið lægri síðan 2008

Í gær, 18:37 Um leið og útflutningsverðmæti dregst saman hækkar veiðigjald og hefur í sumum tilvikum fjórfaldast. Þróunin gæti m.a. leitt til frekari samþjöppunar í greininni og hægt á endurnýjun skipa og tækja. Meira »

Tvö handtekin í tengslum við vændi

Í gær, 17:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karl og konu um hádegisbil í dag í þágu rannsóknar hennar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Vegir lokaðir víða um land

Í gær, 18:37 Vegurinn um Holtavörðuheiði er lokaður, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Sömu sögu er að segja af Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum. Hringvegurinn er lokaður frá Hrútafirði að Vatnsdal. Lokað er bæði í Öræfasveit vegna óveðurs og á Lyngdalsheiði. Meira »

Skólp hreinsað hjá 90% þjóðarinnar

Í gær, 17:57 Að fimm árum liðnum verða 90% landsmanna tengdir skólphreinsistöð, nái þær framkvæmdir sem áætlaðar eru fram að ganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Meira »

Holtavörðuheiði og fleiri vegum lokað

Í gær, 17:25 Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á versnandi færð á Facebook-síðu sinni en af þeim sökum er til að mynda Holtavörðuheiði lokuð og skilyrði víða annars staðar í umdæminu slæm. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

peningaskápur eldtraustur með nýjum talnalás
peningaskápur til sölu kr.48000,- uppl. 8691204 Br=58cm Hæð99 Dýpt 67 ...
Mazda 3 Vision 2015
Mazda 3 Vision 2015 dekurbíll til sölu Einn eigandi, keyrður 34.000 km, sjálfski...
 
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...