Deilt um línur í lofti og á láði

Þétt net rafmagnslína er við Hellisheiðarvirkjun og mynda háspennumöstrin hálfgerðan ...
Þétt net rafmagnslína er við Hellisheiðarvirkjun og mynda háspennumöstrin hálfgerðan skóg á heiðinni. Mbl.is/ Þorvaldur Örn Kristmundsson

Lagning háspennulína mætir vaxandi mótstöðu. Auknar kröfur eru gerðar um að leggja heldur jarðstrengi til að komast hjá þeirri sjónmengun sem mörgum finnst rafmagnsmöstrin vera í náttúrunni. Áætlunum Landsnets um nýjar háspennulínur hefur víða verið mótmælt, nú síðast í Kjósarhreppi.

Ríflega 3.000 km af háspennulínum tilheyra flutningskerfi Landsnets. Meirihluti þeirra er loftlínur, sem teygja sig um landið þvert og endilangt tengdar háum möstrum, og mörgum þykir skera í augu. Ekki er langt síðan flutningskerfi rafmagns var allt í lofti en í flestum löndum verða jarðstrengir nú fyrir valinu þegar um raforkuflutning í miklu þéttbýli er að ræða. Það á líka við á Íslandi, en þegar kemur að flutningi milli byggðarlaga og landshluta eru loftlínur hinsvegar enn fyrsta val, fyrst og fremst vegna kostnaðar við jarðstrengina.

Loftlínum mótmælt norðanlands- og sunnan

Á næstu árum gerir Landsnet ráð fyrir nýbyggingu u.þ.b. 152 km af loftlínum á Suðvesturlandi, og 54 km af háspennustrengjum í jörðu. Hluti af þeirri framkvæmd er áætluð lagning nýrrar háspennulínu frá Hafnarfirði til Reykjanesbæjar, sem liggur m.a. um land Voga á Vatnsleysuströnd. Pattstaða kom hins vegar upp í lok síðasta árs þegar bæjarstjórn Voga samþykkti að heimila Landsneti aðeins lagningu jarðstrengja um land sveitarfélagsins. Meirihluti bæjarstjórnar klofnaði í kjölfarið. Landsnet hefur sagt að jarðstrengur verði ekki lagður þar og íbúar verði því að búa við gömlu raflínurnar sé þetta niðurstaðan.

Á Norðurlandi komu einnig upp deilur, árið 2008, þegar Skagfirðingum voru kynntar fyrirætlanir um lagningu háspennulínu þvert yfir héraðið. Framkvæmdin er hluti af fyrirhugaðri Blöndulínu, 110 km langrar loftlínu frá Blöndustöð til Akureyrar. Skagfirðingar sögðust upplifa línuna sem mikið lýti á héraðinu og landeigendur óttuðust áhrifin sem framkvæmdirnar hefðu.  

Bæjaryfirvöld á Akureyri voru heldur ekki par hrifin af hugmyndum Landsnets sem settar voru fram 2008 um að Blöndulína 3 skyldi lögð um Eyrarlandháls, ofan Kjarnaskógar, á fyrirhuguðu útivistarsvæði. Akureyrarbær hafði þá sett sér það markmið að tvær eldri línur sem þegar liggja gegnum útivistarsvæði bæjarins verði í framtíðinni lagðar í jörðu. Lagning Blöndulínu 3 er enn í undirbúningi í samstarfi við sveitarfélögin.

400-500 milljarða aukakostnaður

Í dag tilkynnti svo hreppsnefnd Kjósarhrepps að hún hefði hafnað hugmyndum Landsnets um að leggja nýja raforkulínu um hreppinn. Sem fyrr er það loftlína sem fyrirhugað er að byggja, 440 kv lína frá Geithálsi að Grundartanga. Hreppsnefndin segir fyrirhugaða línu vera fyrirferðarmeiri og hafa meira helgunarsvæði en línan sem fyrir er. Raunar gengur hreppsnefndin enn lengra og hafnar alfarið frekari iðnaðaruppbyggingu í Hvalfirði, sem nýju raforkulínunni var ætlað að þjóna.

Fram kemur í samanburði Landsnets á loftlínum og jarðstrengjum að helsta ástæða þess að þeir síðarnefndu séu ekki eins útbreiddir sé mikill munur á stofnkostnaði, en einnig hafi tæknilegar takmarkanir jarðstrengja, sem og vandkvæði við rekstur þeirra á háum spennum, áhrif. Þórir Guðmundsson, forstjóri Landsnets, sagði í viðtali við Morgunblaðið í október 2011 að ef leggja ætti allar nýjar háspennulínur í jörð myndi það þýða 400-500 milljarða króna aukakostnað.

Hvort tveggja loftlínur og jarðstrengir hafa áhrif á umhverfið. Sjónræn áhrif loftlína eru hins vegar mun meiri en jarðstrengja.

Það er ekki áhættulaust að vera línuviðgerðarmaður.
Það er ekki áhættulaust að vera línuviðgerðarmaður. Rax / Ragnar Axelsson
Háspennumöstur í Hvalfirði.
Háspennumöstur í Hvalfirði. Mbl.is/Árni Sæberg
Rafmagnslínur á leið til Þingvalla
Rafmagnslínur á leið til Þingvalla Þorvaldur Örn Kristmundsson
Háspennumöstur
Háspennumöstur Mbl.is/Einar Falur Ingólfsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stærri en BF og Viðreisn

11:48 Flokkur fólksins er orðinn stærri en bæði Viðreisn og Björt framtíð samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakannanar MMR á fylgi stjórnmálaflokka. Flokkurinn mælist með 6,1 prósenta fylgi í könnuninni og hækkar mikið frá síðustu könnun þegar flokkurinn mælist með 2,8 prósent. Meira »

„Jafnar sig enginn á svona strax“

11:30 „Það jafnar sig enginn á svona einn, tveir og þrír,“ segir Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótels Reynihliðar á Mývatni, en bruni kom upp í starfsmannahúsi hótelsins í síðustu viku. Nágranni varð eldsins var og varaði starfsmennina við sem sváfu allir fastasvefni. Meira »

Paint mun lifa

11:21 Microsoft hefur ákveðið að halda áfram að bjóða upp á teikniforritið Paint í nýjustu uppfærslu á Windows 10. Fyrirtækið tilkynnti í gær að það hugðist fjarlægja forritið ásamt öðrum forritum. Meira »

Væru rúmar tíu mínútur frá Landeyjahöfn

11:15 Hópurinn Horft til framtíðar hefur sent Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra og Hreini Haraldssyni vegamálastjóra lista yfir hentugar ferjur, sem leyst geta Herjólf af þegar hann fer til viðgerðar. Meira »

Áfram malbikað á Suðurlandsvegi

10:56 Opnað hefur verið fyrir alla bílaumferð um Hellisheiði en lokað var fyrir umferð á leið austur fram undir klukkan tíu í morgun vegna malbikunarframkvæmda við hringtorgið í Hveragerði. Meira »

Ljósleiðararúlla féll á manninn

10:55 Maðurinn sem slasaðist í vinnuslysi skammt frá Hrólfstaðahelli og Leirubakka á Suðurlandi á laugardag er ekki í lífshættu. Ljósleiðarakefli féll á manninn með þeim afleiðingum að hann lærbrotnaði. Meira »

„Brútal aðgerð af hálfu ríkisins“

08:50 „Þetta er brútal aðgerð af hálfu ríkisins,“ segir lögmaður Fögrusala um áætlaða friðlýsingu á Jökulsárlóni. Dómsmál sé enn í gangi sem geti leitt til þess að lónið teljist ekki eign ríkisins. Hefti friðlýsingin not á eigninni og teljist forkaupsréttur ríkisins ekki gildur, eigi ríkið von á bótamáli. Meira »

Elín ráðin í starf samráðsfulltrúa

09:20 Landsnet hefur ráðið Elínu Sigríði Óladóttur í starf samráðsfulltrúa þar sem hún mun meðal annars standa að auknu samtali við hagsmunaðila og halda utan um hagsmuna- og verkefnaráð. Meira »

Viðgerðir á gluggunum í Skálholti dýrar

08:18 Ráðast þarf í viðamiklar viðgerðir á steindu gluggunum eftir Gerði Helgadóttur sem prýða Skálholtsdómkirkju, að sögn Jóns Sigurðssonar, formanns verndarsjóðs kirkjunnar, sem Skálholtsfélagið hið nýja stofnaði í fyrra. Meira »

Þingmaður í flóttamannabúðum

07:57 Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, er þessa stundina stödd í Grikklandi á vegum SOS Barnaþorpa þar sem hún mun næstu fjórar vikurnar meðal annars sinna sjálfboðastörfum í þágu flóttabarna sem flúið hafa fylgdarlaus til Evrópu. Meira »

Krúttleg lítil bæjarhátíð á Húsavík

07:37 Hlöðuball með Birgittu Haukdal, hrútasýning, garðatónleikar og Mæruhlaup eru meðal þess sem í boði er á Mærudögum á Húsavík sem haldnir verða 27. til 30. júlí. Meira »

Hellisheiði lokuð á leið austur

07:37 Þeir ökumenn sem eiga leið um Suðurlandsveg geta átt von á töfum vegna framkvæmda. Hellisheiði er nú lokuð fyrir umferð á leið austur og þurfa ökumenn að fara Þrengslaveg. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar átti þeim malbikunarframkvæmdum að vera lokið um klukkan fjögur í nótt. Meira »

Eiga að gefa út ákæru í nauðgunarmáli

07:32 Ríkissaksóknari hefur fellt niður ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru í nauðgunarmáli. Brotið átti sér stað í heimahúsi fyrir þremur árum en var ekki kært til lögreglu fyrr en tveimur árum síðar eða síðasta sumar. Meira »

Við stýrið undir áhrifum fíkniefna

06:58 Tveir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Þeir voru báðir látnir lausir eftir blóðtöku. Í bíl annars þeirra sem lögreglan í Kópavogi og Breiðholti stöðvaði fannst einnig lítilræði af ætluðum fíkniefnum. Meira »

Einungis tveir sóttu um stöðuna

05:30 Starf borgarlögmanns var auglýst á dögunum og er umsóknarfrestur runninn út.   Meira »

Skátar skila yfir 2 milljörðum

07:00 „Nú erum við, Bandalag íslenskra skáta, að opna einn umfangsmesta viðburð sem hefur verið haldinn á Íslandi,“ segir Hrönn Pétursdóttir, mótsstjóri World Scout Moot 2017, sem sett verður í Laugardalshöll í dag. Meira »

Varað við hvössum vindhviðum

06:32 Varað er við hvössum vindhviðum undir Eyjafjöllum seint í kvöld. Vindurinn sem verður um 13-18 m/s getur verið varasamur ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Ökumenn sem ferðast með ferðavagna eru beðnir að taka tillit til þess. Meira »

Námsgögn barna verði án endurgjalds

05:30 „Það virðist stefna í að allt eigi að vera ókeypis fyrir alla,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga.  Meira »
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Harviður til Húsbyggingu
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...