Deilt um línur í lofti og á láði

Þétt net rafmagnslína er við Hellisheiðarvirkjun og mynda háspennumöstrin hálfgerðan ...
Þétt net rafmagnslína er við Hellisheiðarvirkjun og mynda háspennumöstrin hálfgerðan skóg á heiðinni. Mbl.is/ Þorvaldur Örn Kristmundsson

Lagning háspennulína mætir vaxandi mótstöðu. Auknar kröfur eru gerðar um að leggja heldur jarðstrengi til að komast hjá þeirri sjónmengun sem mörgum finnst rafmagnsmöstrin vera í náttúrunni. Áætlunum Landsnets um nýjar háspennulínur hefur víða verið mótmælt, nú síðast í Kjósarhreppi.

Ríflega 3.000 km af háspennulínum tilheyra flutningskerfi Landsnets. Meirihluti þeirra er loftlínur, sem teygja sig um landið þvert og endilangt tengdar háum möstrum, og mörgum þykir skera í augu. Ekki er langt síðan flutningskerfi rafmagns var allt í lofti en í flestum löndum verða jarðstrengir nú fyrir valinu þegar um raforkuflutning í miklu þéttbýli er að ræða. Það á líka við á Íslandi, en þegar kemur að flutningi milli byggðarlaga og landshluta eru loftlínur hinsvegar enn fyrsta val, fyrst og fremst vegna kostnaðar við jarðstrengina.

Loftlínum mótmælt norðanlands- og sunnan

Á næstu árum gerir Landsnet ráð fyrir nýbyggingu u.þ.b. 152 km af loftlínum á Suðvesturlandi, og 54 km af háspennustrengjum í jörðu. Hluti af þeirri framkvæmd er áætluð lagning nýrrar háspennulínu frá Hafnarfirði til Reykjanesbæjar, sem liggur m.a. um land Voga á Vatnsleysuströnd. Pattstaða kom hins vegar upp í lok síðasta árs þegar bæjarstjórn Voga samþykkti að heimila Landsneti aðeins lagningu jarðstrengja um land sveitarfélagsins. Meirihluti bæjarstjórnar klofnaði í kjölfarið. Landsnet hefur sagt að jarðstrengur verði ekki lagður þar og íbúar verði því að búa við gömlu raflínurnar sé þetta niðurstaðan.

Á Norðurlandi komu einnig upp deilur, árið 2008, þegar Skagfirðingum voru kynntar fyrirætlanir um lagningu háspennulínu þvert yfir héraðið. Framkvæmdin er hluti af fyrirhugaðri Blöndulínu, 110 km langrar loftlínu frá Blöndustöð til Akureyrar. Skagfirðingar sögðust upplifa línuna sem mikið lýti á héraðinu og landeigendur óttuðust áhrifin sem framkvæmdirnar hefðu.  

Bæjaryfirvöld á Akureyri voru heldur ekki par hrifin af hugmyndum Landsnets sem settar voru fram 2008 um að Blöndulína 3 skyldi lögð um Eyrarlandháls, ofan Kjarnaskógar, á fyrirhuguðu útivistarsvæði. Akureyrarbær hafði þá sett sér það markmið að tvær eldri línur sem þegar liggja gegnum útivistarsvæði bæjarins verði í framtíðinni lagðar í jörðu. Lagning Blöndulínu 3 er enn í undirbúningi í samstarfi við sveitarfélögin.

400-500 milljarða aukakostnaður

Í dag tilkynnti svo hreppsnefnd Kjósarhrepps að hún hefði hafnað hugmyndum Landsnets um að leggja nýja raforkulínu um hreppinn. Sem fyrr er það loftlína sem fyrirhugað er að byggja, 440 kv lína frá Geithálsi að Grundartanga. Hreppsnefndin segir fyrirhugaða línu vera fyrirferðarmeiri og hafa meira helgunarsvæði en línan sem fyrir er. Raunar gengur hreppsnefndin enn lengra og hafnar alfarið frekari iðnaðaruppbyggingu í Hvalfirði, sem nýju raforkulínunni var ætlað að þjóna.

Fram kemur í samanburði Landsnets á loftlínum og jarðstrengjum að helsta ástæða þess að þeir síðarnefndu séu ekki eins útbreiddir sé mikill munur á stofnkostnaði, en einnig hafi tæknilegar takmarkanir jarðstrengja, sem og vandkvæði við rekstur þeirra á háum spennum, áhrif. Þórir Guðmundsson, forstjóri Landsnets, sagði í viðtali við Morgunblaðið í október 2011 að ef leggja ætti allar nýjar háspennulínur í jörð myndi það þýða 400-500 milljarða króna aukakostnað.

Hvort tveggja loftlínur og jarðstrengir hafa áhrif á umhverfið. Sjónræn áhrif loftlína eru hins vegar mun meiri en jarðstrengja.

Það er ekki áhættulaust að vera línuviðgerðarmaður.
Það er ekki áhættulaust að vera línuviðgerðarmaður. Rax / Ragnar Axelsson
Háspennumöstur í Hvalfirði.
Háspennumöstur í Hvalfirði. Mbl.is/Árni Sæberg
Rafmagnslínur á leið til Þingvalla
Rafmagnslínur á leið til Þingvalla Þorvaldur Örn Kristmundsson
Háspennumöstur
Háspennumöstur Mbl.is/Einar Falur Ingólfsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sækir fisk í soðið í Djúpavík

20:12 „Þetta var allt til gamans gert og rétt til þess að fá fisk í soðið. Aflinn fer til heimilis og fjölskyldu og afganginn fá vinir og vandamenn,“ segir Ágúst Guðmundsson. Meira »

Innköllunarkerfinu ekki breytt

20:10 Ekki stendur til að breyta fyrirkomulagi innköllunarkerfis heilsugæslunnar þrátt fyrir að sóttvarnarlæknir segi kerfið ófullnægjandi og telji það eigan stóran þátt í þátttaka í bólusetningum barna við 12 mánaða og 4 ára aldur hafi dregist saman á milli ára. Meira »

Sjálfstæðismenn þeir einu sem voru á móti

20:05 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, greinir frá því á Facebook-síðu sinni í kvöld að hún hafi lagt það til á fundi formanna flokka á Alþingi í dag að sameinast yrði um nýtt breytingaaákvæði við stjórnarskrá. Meira »

Kennir túlkun tarotspila

19:45 Spinna örlaganornirnar örlög okkar eða höfum við sjálf eitthvað um framtíð okkar að segja? Guðrún Tinna Thorlacius, markþjálfi og hómópati, er ekki svo viss um að Urður, Verðandi og Skuld sitji sveittar saman að spinna örlög manna, en hún segir að ástæða sé fyrir öllum okkar ákvörðunum. Hún hefur því einsett sér að kenna fólki að setja sér markmið og læra að þekkja þá braut sem það er á og leiðrétta ef þörf reynist. Ein leið er að hennar sögn að nýta sér aðstoð svokallaðra tarotspila. Meira »

Brottvísun geti valdið óafturkræfu tjóni

19:17 „Það er því alveg ljóst að öryggi og velferð fjölskyldunnar er hætta búin verði henni vísað frá Íslandi,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fimm manna fjölskyldu frá Gana. Kærunefnd útlendingamála staðfesti í dag ákvörðun Útlendingastofnunar um að fjölskyldan skuli yfirgefa landið. Meira »

Listræn ljósmóðir sem málar og skrifar

18:58 „Nei alls ekki, þetta er bara áhugamál,“ segir Inga María Hlíðar Thorsteinson hjúkrunarfræðingur spurð um myndlist sína en hún hefur málað og haldið myndlistarsýningu þrátt fyrir að hafa í nægu að snúast bæði í námi og starfi sem hjúkrunarfræðingur og nú verðandi ljósmóðir. Meira »

Greiða Guðmundi tvær og hálfa milljón

18:34 „Málinu er lokið með því að við greiðum 2,5 milljónir í málskostnað og miskabætur,“ segir Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins í samtali við mbl.is. RÚV mun greiða Guðmundi Spartakusi tvær og hálfa milljón vegna ummæla í sjö fréttum í miðlum RÚV í fyrra. Meira »

Allir flokkar nema tveir náðu samkomulagi

18:39 Samkomulag liggur fyrir á milli allra flokka nema Samfylkingar og Pírata um lok þingstarfa á Alþingi. Þeir tveir flokkar setja sig hins vegar ekki upp á móti þeim málum sem verða sett á dagskrá á þingfundi sem boðaður verður á morgun. Meira »

Gæsluvarðhald vegna gruns um peningaþvætti

18:21 Hæstiréttur staðfesti í dag að nígerískur karlmaður skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um peningaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 19. október. Meira »

Röst tók niðri við Landeyjahöfn

17:24 Farþegaferjan Röst, sem leysir Herjólf af í siglingum milli lands og Eyja, tók niðri í útsiglingu frá Landeyjahöfn um miðjan daginn í dag. Kafari var kallaður til að meta hvort eitthvert tjón hefði orðið. Meira »

Orbis et Globus vígt í Grímsey

16:51 Listaverkið „Orbis et Globus“ – Hringur og kúla – var vígt í Grímsey í dag. Það var byggt eftir vinningstillögu Kristins E. Hrafnssonar og Studio Granda í samkeppni sem haldin var um nýtt kennileiti fyrir heimskautsbauginn. Verkið er nyrst á eynni. Listaverkið er kúla, þrír metrar í þvermál. Meira »

Handtóku skipstjóra á Vestfjörðum

16:24 Skipstjóri fiskibáts á Vestfjörðum var handtekinn aðfaranótt síðastliðins mánudags vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Þrír voru í áhöfn bátsins þegar hann kom til löndunar í höfn á norðanverðum Vestfjörðum og reyndist lögskráningu ábótavant, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Meira »

Lést í kjölfar árásar

16:09 Konan sem lést í kjölfar líkamsárásar í vesturbæ Reykjavíkur síðastliðið fimmtudagskvöld hét Sanita Brauna, 44 ára, frá Lettlandi. Meira »

„Ung var ég gefin Njáli“

15:46 „Þetta er ungur maður og leiðtogi sem við litum mjög upp til og okkur þótti gaman að því að fylgja. Hann var staðfastur í trú sinni og við fylgdum honum. Við erum mjög stolt af þeim verkum sem við unnum og stolt af staðfestu hans.“ Meira »

Rannsaka meint kynferðisbrot

15:27 Lögreglunni á Vestfjörðum barst kæra er varðar meint kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað í heimahúsi þar sem gleðskapur fór fram um helgina. Einn var handtekinn. Honum var sleppt lausum enda ekki talin ástæða til að halda honum lengur í þágu rannsóknarhagsmuna en málið er til rannsóknar. Meira »

Krufningu lokið og stutt í niðurstöður

16:04 Krufningu á líki konunnar sem lést eftir líkamsrárás í Hagamel á fimmtudagskvöldið er lokið. Niðurstöðu er að vænta fyrir vikulok að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns. Meira »

Sigurður Ingi ekki á fundi formanna

15:45 Formenn allra flokka sem eiga sæti á þingi funda nú með forseta Alþingis í þeirri von um að ná samkomulagi um með hvað hætti verður hægt að ljúka þingstörfum. Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, situr fundinn í fjarveru Sigurður Inga Jóhannssonar, formanns flokksins. Meira »

Ákall um að Katrín verði ráðherra

15:15 Mikið fylgi Vinstri grænna í nýlegri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar á fylgi flokkanna gæti að einhverju leyti skýrst af ákalli um að Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, verði forsætisráðherra. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Meira »
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Flísar og Fúga Flísalagnir
Vandaðar flísalagnir. Föst verðtilboð eða tímavinna þér að kostnaðarlausu. Vöndu...
 
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...