Enn fækkar í þjóðkirkjunni

Prestar ganga til messu í Dómkirkjunni.
Prestar ganga til messu í Dómkirkjunni. mbl.is/Golli

Á síðasta ári fækkaði þeim sem skráðir eru í þjóðkirkjuna um 1.589. Um áramót voru 245.456 Íslendingar skráðir í þjóðkirkjuna. Þetta eru 76,8% þjóðarinnar. Fyrir fimm árum var þetta hlutfall 82%.

Þessar upplýsingar koma fram í tölum Hagstofu Íslands. Fækkunin í þjóðkirkjunni var minni á síðasta ári en árið á undan en þá fækkaði um 4.242.

Um áramótin voru 15.802 manns utan trúfélaga. Þetta eru tæplega 5% þjóðarinnar. Árið 2007 var þetta hlutfall 2,6%.

Heldur fleiri konur en karlar eru í þjóðkirkjunni; 121.880 karlar en 123.576 konur. Fyrir þremur árum var sáralítill munur milli kynja varðandi skráningar í þjóðkirkjunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert