Viðræður við ESB kláraðar

Lilja Mósesdóttir.
Lilja Mósesdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Í stefnuskrá Samstöðu segir að við núverandi aðstæður sé hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins. Engu að síður leggur flokkurinn áherslu á að aðildarviðræðum verði lokið án tafar og niðurstaðan fari í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þá segir að flokkurinn vilji að ákvarðanir um framsal á fullveldi þjóðarinnar skuli ávallt teknar í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Kynning á flokknum stendur enn yfir í Iðnó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert