Hallast að ökklaböndum til að fylgjast með föngum

Ökklaband sem Örryggismiðstöðin flytur inn.
Ökklaband sem Örryggismiðstöðin flytur inn. mbl.is/Árni Sæberg

Fangelsismálastofnun er nú að skoða ítarlega þann möguleika að notast við ökklabönd til að hafa rafrænt eftirlit með föngum sem eru að ljúka afplánun. Áður hafði stofnunin talið líklegast að notast yrði við farsíma með myndavél og gps-staðsetningarbúnaði.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, að ekki hafi verið ákveðið hvor kosturinn verði fyrir valinu en verið sé að skoða ítarlega kosti og galla ökklabandanna. Starfsmenn stofnunarinnar, m.a. hann sjálfur, hafi prófað ökklaböndin og það ætti að skýrast í vikunni hvort þau verði fyrir valinu.

Fangelsismálastofnun getur leyft fanga sem hefur verið dæmdur í meira en 12 mánaða óskilorðsbundna refsingu til að afplána hluta hennar undir rafrænu eftirliti. Fangar þurfa að uppfylla tiltekin skilyrði til að geta afplánað undir rafrænu eftirliti og þeir þurfa líka að uppfylla skilyrði meðan á rafræna eftirlitinu stendur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert