Bæjarstjóri sem átti undir högg að sækja

Ármann Kr. Ólafsson, sjálfstæðisflokki og Rannveig Ásgeirsdóttir, fulltrú Y-lista Kópavogsbúa ...
Ármann Kr. Ólafsson, sjálfstæðisflokki og Rannveig Ásgeirsdóttir, fulltrú Y-lista Kópavogsbúa á blaðamannafundinum. Morgunblaðið/Ómar

Slit meirihlutasamstarfsins í Kópavogi og upplausnin sem í kjölfarið fylgdi má rekja til þess að traust á bæjarstjóranum, Guðrúnu Pálsdóttur, þvarr. Með nýjum meirihluta hverfur Guðrún aftur til fyrri starfa hjá bænum sem sviðsstjóri. Hún er sögð njóta fyllsta trausts.

Málefni Guðrúnar voru til umfjöllunar á kynningarfundi nýs meirihluta síðdegis í dag. Þá voru Ármann Kr. Ólafsson, verðandi bæjarstjóri, og Rannveig Ásgeirsdóttir, fulltrúi Y-lista Kópavogsbúa, spurð út í það hvers vegna Guðrún gegndi ekki áfram bæjarstjórastarfinu.

Rannveig sem var í meirihluta með Samfylkingu, Vinstri grænum og Næst besta flokknum, sagði að Guðrún hefði átt undir högg að sækja hjá fyrri meirihluta og það hefði ekki verið gott veganesti fyrir hana upp á framhaldið að gera. Þá vísaði hún í viðtal við Hjálmar Hjálmarsson, fulltrúi Næst besta listans, í Kópavogsblaðinu sem kom út í dag. Rannveig sagðist taka undir allt sem þar kemur fram.

Hafði ekki umboð

Í viðtalinu greinir Hjálmar frá því hvað hafi gerst áður en slitnaði upp úr samtarfi meirihlutans. „Síðan kemur það eins og þruma úr heiðskíru lofti 12. janúar sl. að við erum boðuð á fund með engum fyrirvara og fundarefni óljóst en á fundinum er okkur tilkynnt að Samfylkingin styðji ekki lengur bæjarstjórann og síðan tók fulltrúi Vinstri grænna undir það.“

Hjálmar segist hafa óskað eftir því að ræða við sitt fólk áður en ákvarðanir yrðu teknar og var fallist á að fundað yrði aftur um málið þremur dögum síðar, á sunnudegi. „Þrátt fyrir það hittir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, bæjarstjórann á tveggja manna fundi á föstudeginum þar á undan og tilkynnir henni að til standi að segja henni upp störfum og spyr bæjarstjórann jafnframt hvort hún vilji þiggja starf hjá Kópavogsbæ sem ekki var búið að móta og er ekki til í skipuriti bæjarins. Guðríður hafði því ekkert umboð til að bjóða bæjarstjóranum það.“

Meðal þeirra mála sem Hjálmar nefnir að komið hafi upp og snerti Guðrúnu eru svonefnd bílamál og peningaskápsmál.

Stórskaðað mannorð eftir aðför

Bílamálið kom upp í febrúar 2011 og sneri að því að fjölskyldumeðlimir Guðrúnar höfðu not af bifreið sem Kópavogsbær lagði henni til. Í kjölfarið á því sendi Guðrún frá sér yfirlýsingu þar sem sagði m.a.: „Í ljósi þess að skilningur minn og bæjarfulltrúa á því hvernig nota megi bifreiðina er ekki sá sami, hef ég tekið af öll tvímæli um það að í framtíðinni muni ég ein nota bílinn. Ég biðst afsökunar á því að hafa túlkað ráðningar­samninginn á þann veg sem ég gerði og hef jafnframt óskað eftir því að hnykkt verði á umræddu ákvæði samningsins.“

Peningaskápsmálið kom svo upp í júlí en þá var gerð óháð úttekt á peningaskáp í eigu bæjarins. Leiddi hún í ljós að óinnheimtar kröfur upp á sjö milljónir fundust, að hluta til frá því tímabili sem hún var fjármálastjóri bæjarins fram til haustsins 2008.

Meðal annarra sem hafa tjáð sig um bæjarstjóramálið er Gunnar Birgisson. Hann skrifaði grein í Morgunblaðið seint í síðasta mánuði þar sem segir að mannorð Guðrúnar sé stórskaðað eftir aðför meirihlutans. „Þessi aðför að bæjarstjóranum var mjög ógeðfelld og er öllum fjórum fyrri meirihlutaflokkunum til ævarandi skammar. [...] Meirihluti getur að sjálfsögðu skipt um bæjarstjóra sýnist honum svo en að gera það undir fölsku flaggi og með svo lítilsigldum hætti á sér fá fordæmi enda leiddi það til endaloka meirihlutans.“

Samkomulag sem gert var í fullri sátt

Rannveig sagði á fundinum í dag að hún hefði aldrei lýst yfir vantrausti á Guðrúnu, en ljóst væri að innan fyrri meirihluta hafi henni verið gert erfitt fyrir. Hún hefði átt undir högg að sækja og því hafi verið rætt við hana um framhaldið. Niðurstaðan af þeim viðræðum hafi verið samkomulag um að hún taki við fyrra starfi. Það hafi verið gert í fullri sátt.

Einnig var rætt um hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið bæjarstjórastólinn og hvort hann hefði gert um það skýlausa kröfu. Því var harðneitað og sagði Rannveig að þetta hefði verið niðurstaðan eftir hreinskiptnar umræður.

Guðrún Pálsdóttir fráfarandi bæjarstjóri.
Guðrún Pálsdóttir fráfarandi bæjarstjóri.
Hjálmar Hjálmarsson.
Hjálmar Hjálmarsson. Árni Sæberg
Gunnar Birgisson.
Gunnar Birgisson. Þorvaldur Örn Kristmundsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tveir ökumenn undir áhrifum í nótt

06:12 Tveir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Blóðsýni var tekið úr þeim báðum og þeim sleppt að henni lokinni. Báðir ökumennirnir voru teknir í nágrenni miðbæjarins. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Meira »

Boða fund að loknu sumarleyfi

05:30 Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík hefur sent Morgunblaðinu athugasemd vegna fréttar á forsíðu blaðsins í gær. Í umræddri frétt var fjallað um gagnrýni Samtaka iðnaðarins á störf byggingarfulltrúans í Reykjavík. Meira »

Lundaralli frestað vegna bilunar

05:30 Ekki tókst að ljúka lundaralli II þar sem holumyndavél bilaði að sögn Ingvars Atla Sigurðssonar, forstöðumanns Náttúrustofu Suðurlands. Hann segir að hin myndavélin sem notuð er hafi bilað í fyrra rallinu. Meira »

Unnið ítarlega að breytingum

05:30 Nákvæmra áætlana varðandi breytingar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar úttektar á vegum Embættis landlæknis á stofnuninni er að vænta ágúst eða september, segir Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Meira »

Sorptunnur yfirfullar í Þorlákshöfn

05:30 Töluverð óánægja er með nýtt fyrirkomulag sorphirðu í Þorlákshöfn. Í umræðuhópi íbúa á Facebook hafa margir lýst því að sorptunnur þeirra séu yfirfullar og illa lyktandi. Meira »

Meðalmálsmeðferðartími mun styttri

05:30 Meðalmálsmeðferðartími kærunefndar útlendingamála vegna kæra einstaklinga sem fengið höfðu synjun um alþjóðlega vernd hér á landi styttist verulega á milli áranna 2015 og 2016. Meira »

Grænlita Grafarlæk

05:30 Enn hefur ekki tekist að finna hvaðan olían í Grafarlæk kemur, en um hádegisbil í dag verður litarefni sett í lagnirnar hjá Veitum til að rekja mögulegar leiðir mengunarinnar. Meira »

Borgin fimm ár að afgreiða mál

05:30 Jón Ólafur Ólafsson arkitekt segir byggingarfulltrúa í Reykjavík hafa verið fimm ár að afgreiða umsókn. Vegna þessara tafa hafi milljónir tapast. Meira »

Ítrekað brotið á leiðsögumönnum

05:30 Leiðsögn - félag leiðsögumanna hefur nú ítrekað kröfur sínar til launagreiðenda leiðsögumanna um skyldur til að greiða leiðsögumönnum að lágmarki laun samkvæmt kjarasamningi ásamt iðgjöldum til sjóða félagsins. Meira »

Harður árekstur á Grensásvegi

Í gær, 23:38 Harður árekstur varð nú á tólfta tímanum á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar þar sem að tveir bílar skullu saman.  Meira »

Fótbrotnaði í mótorkrossbraut

Í gær, 23:27 Maður slasaðist á mótorkrosshjóli í Bolaöldu rétt fyrir átta í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þá var maðurinn á ferð á mótorkrossbraut sem er á svæðinu þegar hann datt og fótbrotnaði. Meira »

Eldur logaði í stút gaskúts

Í gær, 22:39 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að húsi í Kópavoginum um áttaleytið í kvöld, eftir að eldur kviknaði á stút gaskúts undir gasgrilli þar sem verið var að grilla. Meira »

Fékk áfall undir stýri og ók út af

Í gær, 22:25 Umferðaróhapp varð á Fjarðarheiði á Austfjörðum í dag þegar eldri maður keyrði útaf veginum. Vegfarendur sem komu að manninum látnum hófu strax endurlífgunartilraunir og hringdu á lögreglu. Meira »

Almenningur fær að tjá sig um fjársjóðsleitina

Í gær, 21:10 Almenningur mun geta tjáð sig um starfsleyfisumsókn bresku fjársjóðsleitarmannanna að sögn forstjóra Umhverfisstofnunnar. Umsóknin hafi verið send til umsagnar og muni svo fara í hefðbundið ferli. Meira »

Þyrlan sótti veikan sjómann

Í gær, 20:32 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann í dag á fiskiskipi við strendur Norðurlands. Samkvæmt upplýsingum frá gæslunni fór þyrlan í loftið um fimmleytið og lenti þremur klukkutímum síðar, um áttaleytið, við Borgarspítala. Meira »

Varðhald framlengt til 18. ágúst

Í gær, 21:57 Hæstirétt­ur staðfesti í dag úr­sk­urð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður, sem grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana í Mosfellsdal í síðasta mánuði, sæti áfram­hald­andi fjög­urra vikna gæslu­v­arðhaldi. Meira »

Lengi að telja 31 unga á sundi

Í gær, 20:58 „Ég var lengi að telja þá alla því þeir voru alltaf að fara í kaf. Þetta var alveg glæsilegt,“ segir Sigurjón Guðmundsson áhugaljósmyndari sem tók í gær mynd af toppönd með hvorki meira né minna en 31 unga á sundi á Skorradalsvatni í Skorradal. Meira »

Býr til líkjör úr íslenskri mjólk

Í gær, 20:30 „Ég er bara búinn að vera að dunda mér við þetta í eldhúsinu heima,“ segir Pétur Pétursson, en hann hefur verið að þróa íslenskan mjólkurlíkjör sem unninn er úr rjómablandi og alkóhóli úr mysu. Meira »
Tjöld,háþrýstidæla ofl.
Til sölu tjöld,2 manna kr 4000,og 4 manna kr 10000. Samanbrjótanlegur ferðasvef...
Trilla til sölu
Trillan Fákur er til sölu. hann er 5,80m ekki skoðanaskildur 20 hö búk disel, d...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, smíðaðar eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215 www.byg...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...