Bæjarstjóri sem átti undir högg að sækja

Ármann Kr. Ólafsson, sjálfstæðisflokki og Rannveig Ásgeirsdóttir, fulltrú Y-lista Kópavogsbúa ...
Ármann Kr. Ólafsson, sjálfstæðisflokki og Rannveig Ásgeirsdóttir, fulltrú Y-lista Kópavogsbúa á blaðamannafundinum. Morgunblaðið/Ómar

Slit meirihlutasamstarfsins í Kópavogi og upplausnin sem í kjölfarið fylgdi má rekja til þess að traust á bæjarstjóranum, Guðrúnu Pálsdóttur, þvarr. Með nýjum meirihluta hverfur Guðrún aftur til fyrri starfa hjá bænum sem sviðsstjóri. Hún er sögð njóta fyllsta trausts.

Málefni Guðrúnar voru til umfjöllunar á kynningarfundi nýs meirihluta síðdegis í dag. Þá voru Ármann Kr. Ólafsson, verðandi bæjarstjóri, og Rannveig Ásgeirsdóttir, fulltrúi Y-lista Kópavogsbúa, spurð út í það hvers vegna Guðrún gegndi ekki áfram bæjarstjórastarfinu.

Rannveig sem var í meirihluta með Samfylkingu, Vinstri grænum og Næst besta flokknum, sagði að Guðrún hefði átt undir högg að sækja hjá fyrri meirihluta og það hefði ekki verið gott veganesti fyrir hana upp á framhaldið að gera. Þá vísaði hún í viðtal við Hjálmar Hjálmarsson, fulltrúi Næst besta listans, í Kópavogsblaðinu sem kom út í dag. Rannveig sagðist taka undir allt sem þar kemur fram.

Hafði ekki umboð

Í viðtalinu greinir Hjálmar frá því hvað hafi gerst áður en slitnaði upp úr samtarfi meirihlutans. „Síðan kemur það eins og þruma úr heiðskíru lofti 12. janúar sl. að við erum boðuð á fund með engum fyrirvara og fundarefni óljóst en á fundinum er okkur tilkynnt að Samfylkingin styðji ekki lengur bæjarstjórann og síðan tók fulltrúi Vinstri grænna undir það.“

Hjálmar segist hafa óskað eftir því að ræða við sitt fólk áður en ákvarðanir yrðu teknar og var fallist á að fundað yrði aftur um málið þremur dögum síðar, á sunnudegi. „Þrátt fyrir það hittir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, bæjarstjórann á tveggja manna fundi á föstudeginum þar á undan og tilkynnir henni að til standi að segja henni upp störfum og spyr bæjarstjórann jafnframt hvort hún vilji þiggja starf hjá Kópavogsbæ sem ekki var búið að móta og er ekki til í skipuriti bæjarins. Guðríður hafði því ekkert umboð til að bjóða bæjarstjóranum það.“

Meðal þeirra mála sem Hjálmar nefnir að komið hafi upp og snerti Guðrúnu eru svonefnd bílamál og peningaskápsmál.

Stórskaðað mannorð eftir aðför

Bílamálið kom upp í febrúar 2011 og sneri að því að fjölskyldumeðlimir Guðrúnar höfðu not af bifreið sem Kópavogsbær lagði henni til. Í kjölfarið á því sendi Guðrún frá sér yfirlýsingu þar sem sagði m.a.: „Í ljósi þess að skilningur minn og bæjarfulltrúa á því hvernig nota megi bifreiðina er ekki sá sami, hef ég tekið af öll tvímæli um það að í framtíðinni muni ég ein nota bílinn. Ég biðst afsökunar á því að hafa túlkað ráðningar­samninginn á þann veg sem ég gerði og hef jafnframt óskað eftir því að hnykkt verði á umræddu ákvæði samningsins.“

Peningaskápsmálið kom svo upp í júlí en þá var gerð óháð úttekt á peningaskáp í eigu bæjarins. Leiddi hún í ljós að óinnheimtar kröfur upp á sjö milljónir fundust, að hluta til frá því tímabili sem hún var fjármálastjóri bæjarins fram til haustsins 2008.

Meðal annarra sem hafa tjáð sig um bæjarstjóramálið er Gunnar Birgisson. Hann skrifaði grein í Morgunblaðið seint í síðasta mánuði þar sem segir að mannorð Guðrúnar sé stórskaðað eftir aðför meirihlutans. „Þessi aðför að bæjarstjóranum var mjög ógeðfelld og er öllum fjórum fyrri meirihlutaflokkunum til ævarandi skammar. [...] Meirihluti getur að sjálfsögðu skipt um bæjarstjóra sýnist honum svo en að gera það undir fölsku flaggi og með svo lítilsigldum hætti á sér fá fordæmi enda leiddi það til endaloka meirihlutans.“

Samkomulag sem gert var í fullri sátt

Rannveig sagði á fundinum í dag að hún hefði aldrei lýst yfir vantrausti á Guðrúnu, en ljóst væri að innan fyrri meirihluta hafi henni verið gert erfitt fyrir. Hún hefði átt undir högg að sækja og því hafi verið rætt við hana um framhaldið. Niðurstaðan af þeim viðræðum hafi verið samkomulag um að hún taki við fyrra starfi. Það hafi verið gert í fullri sátt.

Einnig var rætt um hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið bæjarstjórastólinn og hvort hann hefði gert um það skýlausa kröfu. Því var harðneitað og sagði Rannveig að þetta hefði verið niðurstaðan eftir hreinskiptnar umræður.

Guðrún Pálsdóttir fráfarandi bæjarstjóri.
Guðrún Pálsdóttir fráfarandi bæjarstjóri.
Hjálmar Hjálmarsson.
Hjálmar Hjálmarsson. Árni Sæberg
Gunnar Birgisson.
Gunnar Birgisson. Þorvaldur Örn Kristmundsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Hótaði að taka þingið í gíslingu“

00:36 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sakar Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, um að hafa beitt ógeðfelldum brögðum til að neyða aðra flokka til samkomulags um þinglok, og hótað að taka þingið í gíslingu féllust menn ekki á vilja hans. Meira »

Hellirigning á Suðurlandi

Í gær, 23:19 Spár gera ráð fyrir vaxandi suðaustanátt, 15-23 m/s í kvöld og rigningu, hvassast við suðurströndina. Gert er ráð fyrir 20 m/s í Vestmannaeyjum fyrri hluta nætur. Meira »

Hallbera situr í dómnefnd

Í gær, 22:33 Sendiráð Svíþjóðar hvetur ungt fólk til að velta jafnrétti fyrir sér en sænska ríkisstjórnin er sú fyrsta í heimi með feminíska utanríkismálastefnu. Þau efna því til leiks í tengslum við komu Zöru Larsson til landsins. Hallbera mun sitja í dómnefnd ásamt Ragnhildi Steinunni fjölmiðlakonu. Meira »

„Lengi getur vont versnað“

Í gær, 22:21 „Í grófum dráttum má segja að tvær leiðir hafi verið færar. Annars vegar að takmarka málafjöldann sem mest, og ljúka þinginu á 1-2 dögum. Hins vegar að setja þingfund og hefja vinnu við þessi helstu mál og bæta svo við stjórnarskrá og eftir atvikum öðru sem þingmenn vildu ræða.“ Meira »

„Fer ekkert á milli mála“

Í gær, 22:17 „Það fer ekkert á milli mála að það er eitthvað annað í pokanum en fiskur. Hins vegar kemur tundurduflið ekki í ljós fyrr en þetta er komið inn á dekk, þegar opnað er fyrir pokann.“ Þetta segir Ólafur H. Gunnarsson, skipstjóri á Ljósafelli. Sjá má myndband frá sprengingu duflsins í fréttinni. Meira »

„Galið“ að afgreiða málið í tímapressu

Í gær, 22:13 „Það var okkar mat að það væri alveg galið að ætla sér í tímapressu á allra síðustu dögum fyrir kosningar að setja inn ákvæði af þessu tagi,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Alvarlegt bílslys fyrir austan

Í gær, 20:41 Ungur maður kastaðist út úr bifreið sinni í alvarlegu bílslysi á Austurlandi síðdegis í dag. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum var ökumaðurinn meðvitundarlaus þegar lögreglu bar að garði og var fluttur með sjúkrabíl til Vopnafjarðar. Meira »

Þurfum að hætta að breyta nemendum

Í gær, 20:43 „Nemendur búa yfir ólíkri hæfni og áhugasvið þeirra eru misjöfn. Við þurfum að aðlaga skólakerfið að nemendum í stað þess að reyna stöðugt að breyta þeim.“ Þetta segir Edda Óskarsdóttir um skólakerfið en hún varði nýverið doktorsritgerð sína um nám án aðgreiningar. Meira »

Útrýma hættu af Hádegissteini

Í gær, 20:15 Ákveðið hefur verið vinna að því að útrýma þeirri hættu sem talið er að stafi af Hádegissteini í Hnífsdal. Þetta ákvað bæjarráð Ísafjarðarbæjar á fundi í morgun. Steinninn verður annað hvort sprengdur eða festur niður. Meira »

Sækir fisk í soðið í Djúpavík

Í gær, 20:12 „Þetta var allt til gamans gert og rétt til þess að fá fisk í soðið. Aflinn fer til heimilis og fjölskyldu og afganginn fá vinir og vandamenn,“ segir Ágúst Guðmundsson. Meira »

Innköllunarkerfinu ekki breytt

Í gær, 20:10 Ekki stendur til að breyta fyrirkomulagi innköllunarkerfis heilsugæslunnar þrátt fyrir að sóttvarnarlæknir segi kerfið ófullnægjandi og telji það eigan stóran þátt í þátttaka í bólusetningum barna við 12 mánaða og 4 ára aldur hafi dregist saman á milli ára. Meira »

Sjálfstæðismenn þeir einu sem voru á móti

Í gær, 20:05 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, greinir frá því á Facebook-síðu sinni í kvöld að hún hafi lagt það til á fundi formanna flokka á Alþingi í dag að sameinast yrði um nýtt breytingaaákvæði við stjórnarskrá. Meira »

Kennir túlkun tarotspila

Í gær, 19:45 Spinna örlaganornirnar örlög okkar eða höfum við sjálf eitthvað um framtíð okkar að segja? Guðrún Tinna Thorlacius, markþjálfi og hómópati, er ekki svo viss um að Urður, Verðandi og Skuld sitji sveittar saman að spinna örlög manna, en hún segir að ástæða sé fyrir öllum okkar ákvörðunum. Hún hefur því einsett sér að kenna fólki að setja sér markmið og læra að þekkja þá braut sem það er á og leiðrétta ef þörf reynist. Ein leið er að hennar sögn að nýta sér aðstoð svokallaðra tarotspila. Meira »

Listræn ljósmóðir sem málar og skrifar

Í gær, 18:58 „Nei alls ekki, þetta er bara áhugamál,“ segir Inga María Hlíðar Thorsteinson hjúkrunarfræðingur spurð um myndlist sína en hún hefur málað og haldið myndlistarsýningu þrátt fyrir að hafa í nægu að snúast bæði í námi og starfi sem hjúkrunarfræðingur og nú verðandi ljósmóðir. Meira »

Greiða Guðmundi tvær og hálfa milljón

Í gær, 18:34 „Málinu er lokið með því að við greiðum 2,5 milljónir í málskostnað og miskabætur,“ segir Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins í samtali við mbl.is. RÚV mun greiða Guðmundi Spartakusi tvær og hálfa milljón vegna ummæla í sjö fréttum í miðlum RÚV í fyrra. Meira »

Brottvísun geti valdið óafturkræfu tjóni

Í gær, 19:17 „Það er því alveg ljóst að öryggi og velferð fjölskyldunnar er hætta búin verði henni vísað frá Íslandi,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fimm manna fjölskyldu frá Gana. Kærunefnd útlendingamála staðfesti í dag ákvörðun Útlendingastofnunar um að fjölskyldan skuli yfirgefa landið. Meira »

Allir flokkar nema tveir náðu samkomulagi

Í gær, 18:39 Samkomulag liggur fyrir á milli allra flokka nema Samfylkingar og Pírata um lok þingstarfa á Alþingi. Þeir tveir flokkar setja sig hins vegar ekki upp á móti þeim málum sem verða sett á dagskrá á þingfundi sem boðaður verður á morgun. Meira »

Gæsluvarðhald vegna gruns um peningaþvætti

Í gær, 18:21 Hæstiréttur staðfesti í dag að nígerískur karlmaður skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um peningaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 19. október. Meira »
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu Löggiltir verktakar - Áratuga reynsla. Sm...
Sendibílaþjónustan Skutla S:867-1234
Tökum að okkur almenna flutninga, skutl, vörudreifingu o.fl. Nánari uppl. á www....
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...