„Mjög sérstök tilfinning“

Jónsi og Greta Salóme.
Jónsi og Greta Salóme. Morgunblaðið/Eggert

„Mjög sérstök tilfinning,“ sagði Jón Jósep Snæbjörnsson, Jónsi, eftir að ljóst var að hann færi með Gretu Salóme til Bakú í Aserbaídsjan til að keppa fyrir hönd Íslands í Evróvisjón. Jónsi sem tekur þátt í Evróvisjón í annað skipti sagðist ekki alveg hafa náð utan um þá staðreynd enn.

Aðspurður  hvers vegna tilfinningin væri sérstök sagði Jónsi að hann hefði ekki endilega gert ráð fyrir að hann myndi vinna, sem væri vissulega sérstök afstaða þegar kæmi að keppni. „En þetta var óvænt ánægja, og við erum hrærð og þakklát fyrir allan þann stuðning sem við höfum fengið.“

Jónsi tók þátt í Evróvisjón árið 2004 og söng lagið Heaven sem hafnaði í 19. sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert