Nefndin hefur ekki lögsögu hér

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon Sigurgeir Sigurðsson

Einar K Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, furðar sig á utanríkismálanefnd Evrópusambandsins og inngripi þess í ýmis málefni hér á landi og velti upp þeirri spurningu hvort eðlilegt sé að utanríkismálanefnd Evrópusambandsins álykti hér um hin ýmsu mál og þá ekki einungis mál tengd breytingum á ríkisstjórn Íslands.

Til svara var Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en hann sagði m.a. að hann hefði aldrei hitt umrædda nefnd og viti því ekki á hverju hún hefur byggt sitt mat. Hann hafi þó hitt stækkunarstjóra ESB og gert honum grein fyrir ólíkri afstöðu stjórnarflokkanna til hinna ýmsu mála.

„Þessi nefnd byggir á einhverju öðru en samskiptum við mig, kannski ruglinu hér heima og hefur gert það að sannleika,“ sagði Steingrímur og bætti við að það væri ekki nefndarinnar að hlutast til um innlend stjórnmál og segja þingi fyrir verkum.

„Við íslendingar höfum áður heyrt erkibiskups boðskap og gert mismikið með hann,“ sagði Steingrímur og bætti við að hann legði áherslu á að menn missi ekki svefn út af þessu máli. „Það er augljóst mál að nefndin hefur ekki lögsögu eða vald til að segja okkur fyrir verkum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert