Telur fullbrátt að hækka bensínverð

mbl.is/Friðrik

Olís hækkaði verð á bensíni um þrjár krónur í gær og dísilolíu um tvær krónur. „Það hefur verið smá sveifla á hráolíu á heimsmarkaði. Mér finnst fullbrátt að líta til hækkunar núna,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.

Hin félögin höfðu ekki breytt verðinu þegar Morgunblaðið hafði síðast fréttir af í gærkvöldi. Bensínverð hækkaði fyrir helgi. Lítrinn kostaði 251,60 kr. hjá Olís í gærkvöldi, þremur krónum dýrari en hjá N1. Lægsta verðið var hjá Orkunni, 248,30 kr.

Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri vörustýringarsviðs Olís, segir að staðan á heimsmarkaðsverði og gengi sé tekin reglulega og þetta hafi reynst hækkunarþörfin í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert