Eykur á misvægi lántaka

Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór Júlíusson mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Þessi hæstaréttardómur eykur enn á misvægi milli þeirra sem tóku gengisbundin húsnæðislán og hinna sem glíma við verðtryggð lán vegna íbúðakaupa og hafa enga leiðréttingu fengið.“ Þetta segir Kristján Þór Júlíusson alþingismaður á fésbókarsíðu sinni.

„Í umræðum eftir gengislánadóm hæstaréttar 2010 kom fram það sjónarmið að eðlilegt væri að miða við óverðtryggða vexti Seðlabankans en ekki Libor-vexti vegna þess að annars yrði munur á stöðu þeirra sem tóku gengistryggð lán og þeirra sem tóku innlend verðtryggð lán svo mikill. Mikill meirihluti allra lána heimilanna er verðtryggð lán,“ segir Kristján.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert