Íbúðaverðið á uppleið

Nýbyggingar í Lundi í Kópavogi.
Nýbyggingar í Lundi í Kópavogi. mbl.is/Kristinn

Umskipti hafa orðið á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Íbúðaverð er tekið að hækka á ný eftir verðlækkun í kjölfar efnahagshrunsins.

Þetta má lesa úr tölum Fasteignaskrár en samkvæmt þeim hækkaði íbúðaverð um 4,7% að raungildi á 12 mánaða tímabili frá desember 2010 og fram í desember í fyrra.

Samkvæmt Hagstofu Íslands hækkaði húsaleiga á báðum helmingum síðasta árs. Er það mat Leigulistans að leiga á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 4-8% á árinu 2011.

Byggingarkostnaður hefur áhrif á framboðið en í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag bendir Gunnar Þorláksson, framkvæmdastjóri Byggingarfélags Gylfa og Gunnars, á að ekki sé hagkvæmt að byggja eins til tveggja herbergja íbúðir um þessar mundir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert