Fréttaskýring: Óheillaþróun í fæðingarorlofi

Feður taka færri fæðingarorlofsdaga en fyrir kreppu.
Feður taka færri fæðingarorlofsdaga en fyrir kreppu. Mbl.is/Golli

Börn fædd á undanförnum tveimur árum hafa notið um 15-20 færri daga í samvistum við feður sína, en börn sem fæddust árin fyrir bankahrun. Síðan kreppan skall á hafa nýbakaðir foreldrar síður séð sér fært að nýta fæðingarorlofið, sérstaklega feður. Hámarksgreiðsla úr sjóðnum hefur lækkað um rúm 40%.

Fæðingarorlof Íslendinga hefur lengi verið fyrirmynd annarra þjóða, enda hefur reynslan af því reynst afar góð bæði við að tryggja báðum foreldrum jafna umgengni við nýfædd börn sín og jafna stöðu á vinnumarkaði. Í kjölfar bankahrunsins árið 2008 hafa hinsvegar orðið breytingar á, því jafnt og þétt hefur dregið úr nýtingu foreldra á þessum orlofsrétti sínum. Að sama skapi hafa greiðslur úr sjóðnum lækkað.

„Foreldrar hafa lýst því þegar þeir koma til okkar að þetta yrði of mikil tekjuskerðing. Þeir telja sig ekki ráða við það að fara bæði í fæðingarorlofið,“ segir Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs. Frá aldamótum hefur staðan verið þannig að 99-100% mæðra nýta rétt sinn í Fæðingarorlofssjóði en um 90% feðra. Þegar mest lét tóku mæður að meðaltali 180 daga í orlof en feður 102 daga.

Hámarksgreiðsla helmingi lægri

Þróunin í kreppunni er hinsvegar greinilega niður á við ár frá ári, sérstaklega hjá feðrum. Milli ára 2008 og 2009 fækkaði orlofsdögum feðra úr 102 í 98. Karlar sem eignuðust barn árið 2010 hafa að meðaltali tekið 87 daga orlof og feður barna fæddra árið 2011 að meðaltali 77 daga. Hafa ber í huga að orlofsrétturinn varir í þrjú ár frá fæðingu barnsins og eiga sumir því enn möguleika á að nýta sinn rétt. Þó er algengast að mæður taki sitt orlof strax við fæðingu í einni lotu, en algengast að feður taki um einn mánuð í byrjun en afganginn sumarið eftir fæðingu.

Fram kemur í skýrslu sem velferðarráðuneytið lét vinna um fæðingarorlof haustið 2011 að tvær meginástæður eru taldar vera fyrir því að foreldrar nýta síður rétt sinn. Fyrst ber að nefna að ótryggur vinnumarkaður og efnahagsástandið almennt hefur ótvírætt áhrif. Hin ástæðan er lækkun á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði. Foreldri í fullu fæðingarorlofi með meðallaun yfir 200.000 fær greidd 80% af laununum, þó aldrei meira en 300.000 á mánuði. Þetta þak hefur verið lækkað fjórum sinnum frá árinu 2007 og er nú tæplega helmingi lægra en það var hæst, 535.000 kr.

Skref aftur á bak í jafnréttismálum?

Þetta hefur orðið til þess að ríkið hefur náð fram umtalsverðum sparnaði í fjárlögum til Fæðingarorlofssjóðs, bæði vegna lægri greiðslna og vegna þess að færri nýta sér þær. Í fjárlögum síðasta árs var fjárheimild til sjóðsins lækkuð í ljósi þessa. Niðurstaðan er sú að útgjöld Fæðingarorlofssjóðs voru um 3 milljörðum minni en fyrir kreppu, eða tæpir 7,2 milljarðar króna árið 2011, samanborið við 10,2 milljarða króna árið 2008. „Þessar tölur eru lýsandi fyrir það hvernig stöðu við höfum verið í,“ segir Leó. „Það er óhætt að segja að Fæðingarorlofssjóður hafi lagt sitt af mörkum eftir hrunið.“

Félagslegu áhrifin hljóta hinsvegar að teljast neikvæð. Innleiðing fæðingarorlofs karla árið 2001 er jafnan talið með stærstu skrefum í jafnréttismálum á Íslandi. Rannsóknir síðustu ár benda til að fæðingarorlof karla hafi haft jákvæð áhrif á atvinnuþátttöku og vinnutíma kvenna, en einnig orðið til þess að karlar taki meiri þátt í umönnun barna sinna fyrstu árin.

Þarf að breytast til að snúa þróuninni við

Aðspurður hvað unnt sé að gera til að snúa þróuninni aftur til betri vegar segist Leó ekki telja að breytingar á kerfinu sjálfu séu þarfar. Talsverður munur er t.d. milli Norðurlandanna á útfærslu fæðingarorlofs og hefur aðferðin hér reynst einna best til að tryggja nýtingu beggja foreldra. „Ég held að fyrirkomulagið hjá okkur hafi reynst ákaflega vel. Nýtingin var til fyrirmyndar og íslenska módelið var eitthvað sem horft var til, ekki síst hvernig við tengjum réttindin við kynin þannig að feður og mæður hafi sinn afmarkaða orlofsrétt sem ekki sé hægt að færa á milli.“

Leó segir að alltaf sé hægt að deila um hve hátt þakið eigi að vera á greiðslum úr sjóðnum en ef vilji sé til að ná aftur fyrri stöðu sé það eitthvað sem þurfi að skoða. „Það er mitt mat að ef við viljum auka nýtinguna aftur þá þurfa þessar tvær meginástæður að breytast. Annars vegar hámarksgreiðslan, og hinsvegar efnahagsástandið með meira öryggi á vinnumarkaði.“

Frá því kreppan hófst hafa feður nýtt sér færri daga ...
Frá því kreppan hófst hafa feður nýtt sér færri daga fæðingarorlofs með hverju árinu. Mæður nýta færri daga í orlofi, en fleiri á fæðingarstyrk utan vinnumarkaðar eða sem námsmenn. Mbl.is/ Elín Esther
Útgjöld Fæðingarorlofssjóðs hafa lækkað úr rúmum 10 milljörðum þegar mest ...
Útgjöld Fæðingarorlofssjóðs hafa lækkað úr rúmum 10 milljörðum þegar mest lét 2008 í rúma 7 milljarða árið 2011. Mbl.is/ Elín Esther
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ernir flýgur aftur á Sauðárkrók

13:27 Flugfélagið Ernir tilkynnti á Facebook-síðu sinni í gær að það ætli að hefja flug á ný milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. „Fyrir áeggjan ýmissa aðila þá tókum við áskorun um að gera sex mánaða tilraun í vetur, segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernir. Meira »

Tveir milljarðar í „köld svæði“

12:58 Flugvélaeldsneyti á að kosta það sama um allt land til að tryggja að flugfélög geti flogið beint á flugvelli hvert sem er á landinu. Þetta var meðal þess sem Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra kynnti á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í kosningamiðstöð flokksins undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Heilsuprótein vígir verksmiðju í Skagafirði

12:40 Mikil mannfjöldi mætti á opnun verksmiðju Heilsupróteins á Sauðarkróki í gær. Heilsuprótein er samstarfsverkefni Mjólk­ur­sam­sölunnar og Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga, en fyrirtækinu er ætlað að fram­leiða verðmæt­ar afurðir úr mysu sem áður hef­ur verið fargað. Meira »

Viðreisn sýnir spilin

12:26 Meðalheimili gæti sparað um 150 þúsund krónur á mánuði ef vaxtaskilyrði og matvælaverð væri samanburðarhæft við það sem gerist á Norðurlöndum. Þetta kom fram í máli Þorsteins Víglundssonar velferðarráðherra á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í dag undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Stóð á miðjum vegi er ekið var á hann

11:52 Ferðamaðurinn, sem lést er á hann var ekið á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi í september í fyrra stóð á miðjum veginum og sneri baki í bílinn sem ekið var vestur Suðurlandsveg. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að maðurinn hafi ekki gætt að sér og verið dökkklæddur og án endurskinsmerkja. Meira »

Hótaði sjómönnum ekki lagasetningu

10:49 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi hvort rétt væri að hún hefði hótað að setja lög á sjómannaverkfallið aðfaranótt laugardagsins sem verkfallið leystist. Meira »

Lögbrot að aka aflmeiri bifhjólum á stígum

09:45 Séu breytingar gerðar á bifhjóli í flokki I þannig að afl þess og hámarkshraði fari upp fyrir 25 km/klst, þá færist það upp í þann flokk bifhjóla sem afl þess og mögulegur hámarkshraði tilheyrir og þá þarf m.a. ökuréttindi og viðeigandi tryggingar. Þetta segir Einar M. Magnússon hjá Samgöngustofu. Meira »

„Krónan búin að vera dýrt spaug“

10:25 „Forgangsmálið hjá okkur í þessum kosningum er krónan og þar nær maður strax til fólksins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun. „Það er orðið langþreytt á henni.“ Meira »

„Ég greiddi frelsið með æskunni“

09:00 „Kannski hef ég misst svo mikið að ég er ekki hrædd við að missa lífið. Ég er 22 ára og þetta eru stór orð fyrir unga stúlku,“ segir hin norsk-íraski aðgerðasinninn Faten Mahdi Al-Hussaini. Hún kveðst ekki vera ekki höfuðslæðan sem hún ber, heldur góð stelpa, vel gefin, ljóshærð, skemmtileg og sterk. Meira »

Hvöss austanátt með kvöldinu

08:54 Hvessa fer af austri þegar líður á daginn. Þessu fylgir rigning eða súld á köflum sunnan- og austantil á landinu, en annars verður víða þurrt. Hiti að deginum 3 til 10 stig og sums staðar vægt frost inn til landsins í fyrstu og ættu vegfarendur að vera á varðbergi gagnvart hálku frameftir morgnum. Meira »

Vona að fólk fái hlýtt í hjartað

08:00 Nýir þættir Sigríðar Halldórsdóttur, Ævi, sem fjalla um mannsævina frá vöggu til grafar, hefja göngu sína á RÚV um helgina. „Þetta er risastórt umfjöllunarefni, ég veit ekki alveg hvers konar mikilmennskubrjálæði þetta er að taka fyrir lífið allt,“ segir Sigríður. Meira »

Hvaða flokkur speglar þínar skoðanir?

07:51 Ert þú óviss hvað þú eigir að kjósa, en veist að þú vilt þú sjá verðtrygg­ing­una fara veg allr­ar ver­ald­ar. Eða viltu kasta krón­unni? Kaupa áfengi í mat­vöru­versl­un­um? Hvernig ríma þær skoðanir þínar við af­stöðu stjórn­mála­flokk­anna? Meira »

Stakk af frá umferðaróhappi

07:20 Ökumaður stakk af frá umferðaróhappi á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar á fjórða tímanum í nótt. Þá ók lögregla ók utan í bíl ökumanns sem neitaði að virða beiðni hennar um að stöðva bílinn. Meira »

Óvissa um framhaldið

Í gær, 21:33 Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman á torgi heilags Jaume í miðborg Barcelona í kvöld til að hlýða á ávarp Carles Puigdemont, forseta katalónsku heimastjórnarinnar. Skapti Hallgrímsson segir óvissu um næstu skref, en djúp gjá sé milli Barcelonabúa. Meira »

Árekstur á Arnarneshæð

Í gær, 20:55 Árekstur varð á Arnarneshæðinni í Garðarbæ nú á níunda tímanum í kvöld þegar tveir fólksbílar skullu þar saman.  Meira »

Hækkuðu um 82% í verði

07:00 Reykjavíkurborg keypti í byrjun hausts 24 íbúðir á Grensásvegi 12 fyrir 785 milljónir króna. Seljandi keypti sama verkefni af fyrri eiganda í maí 2015 og var kaupverðið þá 432,5 milljónir. Meira »

Best að vera í sæmilegu jarðsambandi

Í gær, 21:00 Í bókinni Fjallið sem yppti öxlum - Maður og náttúra fléttar höfundur saman fróðleik, vísindi og persónulegar minningar. Gísli Pálsson mannfræðingur stígur inn í eigin bók sem „ég-ið“; barnið og unglingurinn Gísli frá Bólstað sem og fræðimaðurinn. Meira »

Gæfa að bjarga mannslífi

Í gær, 20:05 „Ég man ekkert eftir áfallinu né atburðarásinni, nema rétt í svip andlit þessara dásamlegu kvenna sem veittu mér fyrstu hjálp,“ segir Ásdís Styrmisdóttir á Selfossi. Það var í upphafi tíma í vatnsleikfimi í sundlauginni þar í bæ sem Ásdís fór í hjartastopp og leið út af við laugarbakka. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
 
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...