Fréttaskýring: Óheillaþróun í fæðingarorlofi

Feður taka færri fæðingarorlofsdaga en fyrir kreppu.
Feður taka færri fæðingarorlofsdaga en fyrir kreppu. Mbl.is/Golli

Börn fædd á undanförnum tveimur árum hafa notið um 15-20 færri daga í samvistum við feður sína, en börn sem fæddust árin fyrir bankahrun. Síðan kreppan skall á hafa nýbakaðir foreldrar síður séð sér fært að nýta fæðingarorlofið, sérstaklega feður. Hámarksgreiðsla úr sjóðnum hefur lækkað um rúm 40%.

Fæðingarorlof Íslendinga hefur lengi verið fyrirmynd annarra þjóða, enda hefur reynslan af því reynst afar góð bæði við að tryggja báðum foreldrum jafna umgengni við nýfædd börn sín og jafna stöðu á vinnumarkaði. Í kjölfar bankahrunsins árið 2008 hafa hinsvegar orðið breytingar á, því jafnt og þétt hefur dregið úr nýtingu foreldra á þessum orlofsrétti sínum. Að sama skapi hafa greiðslur úr sjóðnum lækkað.

„Foreldrar hafa lýst því þegar þeir koma til okkar að þetta yrði of mikil tekjuskerðing. Þeir telja sig ekki ráða við það að fara bæði í fæðingarorlofið,“ segir Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs. Frá aldamótum hefur staðan verið þannig að 99-100% mæðra nýta rétt sinn í Fæðingarorlofssjóði en um 90% feðra. Þegar mest lét tóku mæður að meðaltali 180 daga í orlof en feður 102 daga.

Hámarksgreiðsla helmingi lægri

Þróunin í kreppunni er hinsvegar greinilega niður á við ár frá ári, sérstaklega hjá feðrum. Milli ára 2008 og 2009 fækkaði orlofsdögum feðra úr 102 í 98. Karlar sem eignuðust barn árið 2010 hafa að meðaltali tekið 87 daga orlof og feður barna fæddra árið 2011 að meðaltali 77 daga. Hafa ber í huga að orlofsrétturinn varir í þrjú ár frá fæðingu barnsins og eiga sumir því enn möguleika á að nýta sinn rétt. Þó er algengast að mæður taki sitt orlof strax við fæðingu í einni lotu, en algengast að feður taki um einn mánuð í byrjun en afganginn sumarið eftir fæðingu.

Fram kemur í skýrslu sem velferðarráðuneytið lét vinna um fæðingarorlof haustið 2011 að tvær meginástæður eru taldar vera fyrir því að foreldrar nýta síður rétt sinn. Fyrst ber að nefna að ótryggur vinnumarkaður og efnahagsástandið almennt hefur ótvírætt áhrif. Hin ástæðan er lækkun á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði. Foreldri í fullu fæðingarorlofi með meðallaun yfir 200.000 fær greidd 80% af laununum, þó aldrei meira en 300.000 á mánuði. Þetta þak hefur verið lækkað fjórum sinnum frá árinu 2007 og er nú tæplega helmingi lægra en það var hæst, 535.000 kr.

Skref aftur á bak í jafnréttismálum?

Þetta hefur orðið til þess að ríkið hefur náð fram umtalsverðum sparnaði í fjárlögum til Fæðingarorlofssjóðs, bæði vegna lægri greiðslna og vegna þess að færri nýta sér þær. Í fjárlögum síðasta árs var fjárheimild til sjóðsins lækkuð í ljósi þessa. Niðurstaðan er sú að útgjöld Fæðingarorlofssjóðs voru um 3 milljörðum minni en fyrir kreppu, eða tæpir 7,2 milljarðar króna árið 2011, samanborið við 10,2 milljarða króna árið 2008. „Þessar tölur eru lýsandi fyrir það hvernig stöðu við höfum verið í,“ segir Leó. „Það er óhætt að segja að Fæðingarorlofssjóður hafi lagt sitt af mörkum eftir hrunið.“

Félagslegu áhrifin hljóta hinsvegar að teljast neikvæð. Innleiðing fæðingarorlofs karla árið 2001 er jafnan talið með stærstu skrefum í jafnréttismálum á Íslandi. Rannsóknir síðustu ár benda til að fæðingarorlof karla hafi haft jákvæð áhrif á atvinnuþátttöku og vinnutíma kvenna, en einnig orðið til þess að karlar taki meiri þátt í umönnun barna sinna fyrstu árin.

Þarf að breytast til að snúa þróuninni við

Aðspurður hvað unnt sé að gera til að snúa þróuninni aftur til betri vegar segist Leó ekki telja að breytingar á kerfinu sjálfu séu þarfar. Talsverður munur er t.d. milli Norðurlandanna á útfærslu fæðingarorlofs og hefur aðferðin hér reynst einna best til að tryggja nýtingu beggja foreldra. „Ég held að fyrirkomulagið hjá okkur hafi reynst ákaflega vel. Nýtingin var til fyrirmyndar og íslenska módelið var eitthvað sem horft var til, ekki síst hvernig við tengjum réttindin við kynin þannig að feður og mæður hafi sinn afmarkaða orlofsrétt sem ekki sé hægt að færa á milli.“

Leó segir að alltaf sé hægt að deila um hve hátt þakið eigi að vera á greiðslum úr sjóðnum en ef vilji sé til að ná aftur fyrri stöðu sé það eitthvað sem þurfi að skoða. „Það er mitt mat að ef við viljum auka nýtinguna aftur þá þurfa þessar tvær meginástæður að breytast. Annars vegar hámarksgreiðslan, og hinsvegar efnahagsástandið með meira öryggi á vinnumarkaði.“

Frá því kreppan hófst hafa feður nýtt sér færri daga ...
Frá því kreppan hófst hafa feður nýtt sér færri daga fæðingarorlofs með hverju árinu. Mæður nýta færri daga í orlofi, en fleiri á fæðingarstyrk utan vinnumarkaðar eða sem námsmenn. Mbl.is/ Elín Esther
Útgjöld Fæðingarorlofssjóðs hafa lækkað úr rúmum 10 milljörðum þegar mest ...
Útgjöld Fæðingarorlofssjóðs hafa lækkað úr rúmum 10 milljörðum þegar mest lét 2008 í rúma 7 milljarða árið 2011. Mbl.is/ Elín Esther
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Þetta er leiðinlegt og grautfúlt“

17:03 „Þetta er auðvitað hundfúlt,“ segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, einn rekstraraðila verslunarinnar Eyrarinnar á Borgarfirði eystra, sem tekin hefur verið ákvörðun um að loka 1. september. Um er að ræða einu matvöruverslunina í bænum. Meira »

Ungmenni gerðu aðsúg að lögreglu

16:19 Piltur náði að bíta tvo lögreglumenn, m.a. í fingur, í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Við leit á honum fannst hnífur sem hald var lagt á. Á meðan á þessu stóð gerði hópur ungmenna aðsúg að lögreglumönnum á vettvangi en slíkt er ekki einsdæmi að sögn lögreglu. Meira »

Sóttu slasaðan mótorhjólamann

16:01 Verið er að flytja mótorhjólamann sem slasaðist á Eyjafjarðarleið rétt um klukkan 13 í dag á sjúkrahús en taldar eru líkur á að hann sé fótbrotinn. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir að svo stöddu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi. Meira »

Nafnið réðst af fyrsta marki á EM

14:47 Magnús Yngvi Einarsson og Kristín Dögg Eysteinsdóttir fóru heldur óhefðbundnar leiðir við að ákveða nafn dóttur sinnar sem fæddist þann 16. júlí síðastliðinn, en nafn hennar réðst út frá því hvaða íslenska landsliðskona í knattspyrnu skoraði fyrsta markið á Evrópumótinu í síðasta mánuði. Meira »

Byssumaðurinn er ófundinn

14:30 Tveir karlmenn, sem handteknir voru af sérsveit ríkislögreglustjóra í Borgartúni í Reykjavík í gær vegna gruns um að þeir hefðu komið að málum þegar maður ógnaði fólki í bifreið með skotvopni fyrir utan veitingastað í Hafnarfirði á föstudagskvöldið, voru yfirheyrðir í dag en reyndust hins vegar ekki hafa komið við sögu í málinu. Meira »

„Versta er skorturinn á upplýsingum“

13:13 „Þetta var hræðileg nótt en það versta er skorturinn á upplýsingum,“ segir Heiða Sigríður Davíðsdóttir í samtali við mbl.is en hún er á meðal þeirra sem bíða eftir að komast heim frá Tenerife á Kanaríeyjum með flugfélaginu Primera Air. Farþegar eru nú komnir á hótel og gert ráð fyrir brottför seint í kvöld. Meira »

Drangey komin til heimahafnar

10:55 Mikill mannfjöldi fagnaði hinu nýja og glæsilega skipi Drangey SK 2, í eigu FISK Seafood, er það sigldi til heimahafnar í gær. Jón Edvald Friðriksson, framkvæmdastjóri félagsins, flutti ávarp og bauð skipið velkomið og sérstaklega skipstjórann Snorra Snorrason og áhöfn hans, en nokkrir áratugir eru síðan Skagfirðingar tóku síðast á móti nýju skipi. Meira »

„Þetta er bara óhappahelgi hjá okkur“

12:07 „Þarna er bara um tæknilega bilun að ræða, því miður, sem verið er að vinna að viðgerð á eins fljótt og auðið er. Því miður eru engar leiguvélar tiltækar um helgar í Evrópu í sumar. Þannig að þegar ein vél bilar þá kemur eiginlega ekkert í staðinn,“ segir Hrafn Þorgeirsson, forstjóri Primera Air. Meira »

Flestir inni fyrir kynferðis- og fíkniefnabrot

10:30 Alls eru nú 152 fangar í afplánun hér á landi. Samkvæmt tölum frá Fangelsismálastofnun afplána flestir fangar dóma fyrir fíkniefnabrot og næst flestir fyrir kynferðisafbrot. Meira »

„Fólk sefur bara hérna á gólfunum“

09:29 „Við erum bara hérna enn á flugvellinum og ekkert að frétta,“ segir Erna Karen Stefánsdóttir í samtali við mbl.is en hún er stödd ásamt fjölskyldu sinni á Tenerife en 18 klukkustundir eru síðan þau ásamt fjölda annarra farþega áttu að fljúga heim með flugfélaginu Primera Air. Meira »

Frost í jörðu í innsveitum

09:06 Frost var í jörðu sums staðar í innsveitum í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Þó var það aðeins lítillega og frostið mest -0,9% stig í Húsafelli í Borgarfirði. Á Þingvöllum fór hitinn niður í frostmark. Meira »

Reykur út frá eldamennsku

07:44 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um klukkan sjö í morgun um reyk í íbúð við Tryggvagötu í Reykjavík.  Meira »

Voru á annað hundrað þúsund

07:28 Menningarnótt 2017 lauk seint í gærkvöldi með glæsilegri flugeldasýningu sem tónlistarmaðurinn Helgi Björns taldi niður í en niðurtalningin fór fram á glerhjúpi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Hátíðin þótti takast afar vel og tók mikið fjölmenni þátt í henni eða á annað hundrað þúsund manns. Meira »

Staðið verður við búvörusamninginn

Í gær, 21:06 Stjórnvöld hafa ekki annað í hyggju en að standa við búvörusamninginn sem samþykktur var á Alþingi síðasta haust. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Mikilvægt sé hins vegar að finna lausn til framtíðar á vanda sauðfjárbænda. Meira »

Fjórir fá 20 milljónir hver

Í gær, 19:47 Fyrsti vinningur lottósins gekk út í kvöld en hann var samtals rúmar 80 milljónir króna. Fjórir skipta honum með sér og fær því hver um sig rúmar 20 milljónir í sinn hlut. Meira »

Beindi byssu að fólki í bifreið

Í gær, 22:10 Fjórir karlmenn voru handteknir síðastliðna nótt og í dag vegna atviks sem átti sér stað í gærkvöldi fyrir utan veitingastað í Hafnarfirði. Þar steig einn mannanna út úr bifreið og ógnaði að sögn vitna fólki í annarri bifreið með skotvopni. Meira »

Tvær deildir á tveimur árum

Í gær, 20:10 „Við spilum með hjartanu og hver fyrir annan,“ segir Jóhannes Helgason, einn liðsmanna meistaraflokks Gnúpverja í körfuknattleik, um ótrúlegan uppgang liðsins undanfarin tvö ár. Meira »

Stemning í miðbænum - myndir

Í gær, 19:12 Mikil stemning hefur ríkt í miðbæ Reykjavíkur í dag, þar sem Menningarnótt fer fram í blíðskaparveðri. Hátíðin er allsherjar tónlistar- og menningarveisla, og fjölmargir viðburðir fara fram í allan dag. Meira »
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
Einn eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 74.000 km. 5 gíra, bensín, ný dekk, nýjar...
Rúmgóð risíbúð
Rúmgóð risíbúð í rólegu fjórbýlishúsi með góðum garði í Suðurhlíðum Kópavogs til...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...