Brúarfoss vélarvana í vonskuveðri

Brúarfoss í innsiglingunni til Eyja í gær, Faxasker í bakgrunni.
Brúarfoss í innsiglingunni til Eyja í gær, Faxasker í bakgrunni. mbl.is/Óskar Pétur

Betur fór en á horfðist þegar bilun í ásrafal olli því að flutningaskipið Brúarfoss rak stjórnlaust í foráttuveðri í átt að Garðskaga í fyrrinótt.

Skipverjum tókst að gangsetja vélina nokkrum klukkustundum eftir að vélstjórinn þurfti að nota neyðarstopp til að stöðva hana. Skipinu var síðan siglt til Eyja.

„Aðalmálið er að þetta fór vel,“ segir skipstjórinn Hafsteinn Hafsteinsson í viðtali í Morgunblaðinu í dag en um borð í Brúarfossi voru tólf manns. Árið 2008 var gefin út reglugerð sem kveður m.a. á um afmörkun siglingaleiða fyrir Suðvesturlandi og hvaða svæði í kringum Reykjanes beri að forðast. Það var m.a. gert í kjölfar strands Wilson Muuga við Hvalsnes árið 2006. Brúarfoss var á þessari afmörkuðu siglingaleið og þykir ljóst að verr hefði getað farið ef skipið hefði verið á gömlu leiðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert