Ræða kaup á Grímsstöðum

Huang Nubo.
Huang Nubo. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Á næstu dögum hefjast viðræður sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum og Eyjafirði um sameiginleg kaup á hluta Grímsstaða á Fjöllum. Bæjarstjóri Norðurþings vonast til að kínverski fjárfestirinn Huang Nubo verði búinn að leigja jörðina innan tveggja mánaða. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.

Bæjarráði Norðurþings voru síðdegis í gær kynntar niðurstöður úr viðræðum sem bæjarstjóri sveitarfélagsins og umboðsmaður Huangs Nubo hér á landi áttu við kínverska fjárfestinn í Peking. Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, segir meginniðurstöðuna þá að Huang vill halda áfram með fjárfestingaráform sín á Grímsstöðum á Fjöllum. Nú verði reynt að finna lausnir til að það geti gengið eftir og næstu daga hefjist viðræður um kaup á ríflega 70 prósenta hlut jarðarinnar og þar muni fleiri en Norðurþing koma að málum, sveitarfélög og jafnvel stærri fjárfestar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert