Reyndu að klippa fingur af konunni

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð til 14. mars yfir tveimur körlum og konu sem réðust að konu í desember og misþyrmdu henni. Þeir reyndu m.a. að klippa fingur af henni og börðu hana plastkylfu.

Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að fólkið réðist inn í íbúð konunnar aðfaranótt 22. desember. Maður var þá með konunni í íbúðinni, en fólkið ýtti honum út og lokaði á eftir sér. Konan var síðan tekin kverkataki og sparkað var í hana þar til hún missti um stund meðvitund. Hún segir að hún hafi verið lamin með plastkylfu og reynt hafi verið að klippa af henni fingur með töngum. Hún segir að hníf hafi verið þrýst að hálsinum á henni og hún hafi verið dregin á hárinu um íbúðina. Þá var konan beitt grófu kynferðislegu ofbeldi, henni var hótað og hún var látin borða fíkniefni.

Þegar lögregla mætti á staðinn var konan meðvitundarlaus. Talsvert blóð var í íbúðinni.

Gaf „veiðileyfi“

Konan sagði við yfirheyrslur að hún þekki tvö þeirra sem grunuð eru í málinu. Með þeim hafi verið þriðji maður sem hún þekkti ekki enda var hann með grímu fyrir andlitinu.

Þegar konan var spurð um mögulega ástæður fyrir árásinni sagði hún að hún hefði verið í símasamskiptum við fólkið fyrr um daginn. Þau virðast hafa litið svo á að konan hafi haft í hótunum við sig og ákveðið að refsa henni.

Þriðji maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi er grunaður um að hafa skipulagt árásina, en hann neitar sök.

Lögregla lagði halda á símagögn um samskipti fólksins. Í einu SMS-skeyti sem gengu á milli sakborninga segir „veiðileyfi“. Sakborningar í málinu tengjast allir svokölluðum Vítisenglunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert