Gunnar Þ. Andersen mætir til vinnu í dag þrátt fyrir uppsögn

Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta ferli er ekki búið og öfugt við það sem haldið hefur verið fram þá hefur Gunnar ekki verið rekinn, þannig að hann mætir til vinnu eins og vanalega.“

Þetta segir Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. Aðspurður á hvaða lagastoð uppsögn Gunnars Þ. Andersen, forstjóra FME, byggist segist Aðalsteinn ekki geta tjáð sig um það nú.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Gunnar, að hann telji að umfjöllun Kastljóss RÚV um hans mál hafi verið pöntuð af ákveðnum, ónafngreindum aðilum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert