Steinunn Ólína ekki í framboð

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir mbl.is/Brynjar Gauti

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona ætlar ekki að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands í sumar líkt og hún hafði velt fyrir sér. Greinir Steinunn Ólína frá þessu á facebooksíðu sinni.

„Eins og margir vita hef ég verið að velta fyrir mér framboði til embættis forseta Íslands. Ég velti þeim möguleika fyrir mér af alvöru og einlægni um margra mánaða skeið. Hugmyndin var sjálfsprottin og varð til án alls utanaðkomandi þrýstings. Ég tel nauðsynlegt að kraftmikil og réttsýn manneskja taki við lyklunum að Bessastöðum og virki forsetaembættið til góðra verka.

Þrátt fyrir að mér finnist ennþá framúrskarandi hugmynd að ég verði forseti lýðveldisins lít ég svo á að ég hafi ekki tækifæri til að hrinda henni í framkvæmd að svo stöddu. Því hef ég ákveðið að bjóða mig ekki fram að þessu sinni,“ skrifar Steinunn Ólína á facebooksíðu sína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert