Ögmundur: ESB-viðræðum ljúki fyrir kosningar

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson Ómar Óskarsson

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra krefst þess að aðildarviðræðum Íslendinga ljúki fyrir næstu alþingiskosningar eða um vorið 2013. Í síðasta lagi skuli kosið um aðildina í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða þingkosningunum.

„Við þurfum að koma þessu óþurftarmáli út úr heiminum,“ sagði Ögmundur í harðorðri ræðu.

Innanríkisráðherra vék m.a. að skýrslu utanríkismálanefndar ESB um aðildarferlið.

Þau skilaboð hefðu þar verið „ógeðfelldust“ að jákvætt væri fyrir ferlið að Jón Bjarnason hefði vikið úr ríkisstjórninni.

„Hversu lengi ætlum við að láta niðurlægja okkur með yfirlýsingum eins og ég nefndi hér,“ sagði Ögmundur og sló í púltið en hann hafði þá nefnt þann vilja ESB að opnað yrði fyrir aðgang erlendra aðila að íslenskum orkuauðlindum og sjávarútvegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert